Karvel Pálmason

Karvel Pálmason

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Vestfirðinga) 1971–1974, alþingismaður Vestfirðinga 1974–1978 (Samtök frjálslyndra og vinstri manna), landskjörinn alþingismaður (Vestfirðinga) 1979–1983, alþingismaður Vestfirðinga 1983–1991 (Alþýðuflokkur).

1. varaforseti neðri deildar 1984–1986.

Formaður þingflokks Samtaka frjálslyndra og vinstri manna 1974–1978.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Bolungarvík 13. júlí 1936, dáinn 23. febrúar 2011. Foreldrar: Pálmi Árni Karvelsson (fæddur 17. febrúar 1897, dáinn 22. febrúar 1958) sjómaður þar og Jónína Eggertína Jóelsdóttir (fædd 18. nóvember 1904, dáin 20. nóvember 1987) ráðskona. Maki (24. ágúst 1957): Martha Kristín Sveinbjörnsdóttir (fædd 27. ágúst 1935) húsmóðir. Foreldrar: Sveinbjörn Rögnvaldsson og kona hans Kristín Hálfdánardóttir. Börn: Pálmi Árni (1952), Kristín Hálfdánar (1953), Steindór (1958), Jónína (1960).

Nám í unglingaskóla í Bolungarvík.

Sjómaður í Bolungarvík 1950–1958 og síðan verkamaður til 1962. Lögregluþjónn 1962–1971 og jafnframt kennari við barna- og unglingaskólann þar.

Formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur síðan 1958. Í hreppsnefnd Hólshrepps 1962–1970. Í Rannsóknaráði ríkisins 1971–1978. Í fiskveiðilaganefnd 1971 og 1975. Í stjórn Fiskimálasjóðs 1972–1989. Í byggðanefnd 1973. Í nefnd um tekjuöflunarkerfi ríkisins 1974. Varaforseti Alþýðusambands Vestfjarða síðan 1975. Í miðstjórn Alþýðusambands Íslands síðan 1980. Varaformaður Verkamannasambands Íslands síðan 1987. Í stjórn Byggðastofnunar 1991–1995. Í flugráði 1995.

Landskjörinn alþingismaður (Vestfirðinga) 1971–1974, alþingismaður Vestfirðinga 1974–1978 (Samtök frjálslyndra og vinstri manna), landskjörinn alþingismaður (Vestfirðinga) 1979–1983, alþingismaður Vestfirðinga 1983–1991 (Alþýðuflokkur).

1. varaforseti neðri deildar 1984–1986.

Formaður þingflokks Samtaka frjálslyndra og vinstri manna 1974–1978.

Æviágripi síðast breytt 6. mars 2020.

Áskriftir