Lárus H. Bjarnason

Lárus H. Bjarnason

Þingseta

Alþingismaður Snæfellinga 1900–1908, konungkjörinn alþingismaður 1908–1911, alþingismaður Reykvíkinga 1911–1913 (Heimastjórnarflokkurinn).

Varaforseti sameinaðs þings 1905–1907.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Flatey á Breiðafirði 27. mars 1866, dáinn 30. desember 1934. Foreldrar: Hákon Bjarnason (fæddur 11. september 1828, dáinn 2. apríl 1877) kaupmaður á Bíldudal og kona hans Jóhanna Kristín Þorleifsdóttir (fædd 16. desember 1834, dáin 11. janúar 1896) húsmóðir. Bróðir Ingibjargar H. Bjarnason alþingismanns. Maki (3. ágúst 1895): Elín Pétursdóttir Bjarnason, fædd Havstein (fædd 2. febrúar 1869, dáin 26. ágúst 1900) húsmóðir. Foreldrar: Pétur Havstein alþingismaður og 3. kona hans Kristjana Gunnarsdóttir Havstein. Systir Hannesar Hafsteins alþingismanns og ráðherra, systurdóttir Eggerts alþingismanns og Tryggva alþingismanns Gunnarssona. Börn: Jóhanna Kristín (1896), Pétur Hafsteinn (1897).

Stúdentspróf Lsk. 1885. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1891.

Málaflutningsmaður við landsyfirréttinn 1891–1892. Settur sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ísafirði 1892. Sýslumaður í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 1894–1908, sat í Stykkishólmi. Forseti amtsráðs vesturamtsins frá 1904 til ársloka 1907, er amtsráðin voru lögð niður. Skipaður 1908 forstöðumaður Lagaskólans í Reykjavík. Prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands 1911–1919, rektor 1913–1914. Skipaður 1. desember 1919 dómari í Hæstarétti, lausn 1931. Prófdómari í lagadeild Háskóla Íslands 1924–1934.

Skipaður 1904 í milliþinganefnd í kirkjumálum. Átti sæti í bankaráði Íslandsbanka 1904–1911 og 1915–1917. Átti sæti í millilandanefndinni 1907. Bæjarfulltrúi í Reykjavík 1908–1914. Endurskoðandi landsreikninganna 1910–1911. Skipaður 9. nóvember 1918 í hjálparnefndina, er spánska veikin geisaði í Reykjavík. Skipaður 4. nóvember 1924 formaður milliþinganefnd um sparnað í ríkisrekstri.

Alþingismaður Snæfellinga 1900–1908, konungkjörinn alþingismaður 1908–1911, alþingismaður Reykvíkinga 1911–1913 (Heimastjórnarflokkurinn).

Varaforseti sameinaðs þings 1905–1907.

Samdi bækur og greinar um lögfræði.

Æviágripi síðast breytt 22. apríl 2020.

Áskriftir