Lárus M. Johnsen

Þingseta

Þjóðfundarmaður Ísfirðinga 1851.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur í Reykjavík 10. október 1819. Hvarf skyndilega 12. janúar 1859, lík hans fannst næsta vor við sjó í Dagverðarnesi í Klofningshreppi. Foreldrar: Sigmundur Jónsson (fæddur 1776, jarðaður 31. desember 1826) trésmiður í Reykjavík og kona hans Birgitta Halldórsdóttir (fædd 1795, dáin 16. nóvember 1846) húsmóðir. Maki (23. maí 1849): Katrín Þorvaldsdóttir Sívertsen (fædd 3. apríl 1829, dáin 23. desember 1895) húsmóðir. Foreldrar: Þorvaldur Sívertsen alþingismaður og kona hans Ragnhildur Skúladóttir Sívertsen.

    Stúdentspróf Bessastöðum 1844.

    Barnakennari í Viðey 1844–1845. Skrifari hjá stiftamtmanni í Reykjavík 1845–1848. Prestur í Holti í Önundarfirði 1848–1854, í Skarðsþingum frá 1854 til æviloka. Fluttist 1855 að Dagverðarnesi. Prófastur í Vestur-Ísafjarðarprófastsdæmi 1851–1854.

    Þjóðfundarmaður Ísfirðinga 1851.

    Æviágripi síðast breytt 25. febrúar 2016.

    Áskriftir