Lárus Jóhannesson

Lárus Jóhannesson

Þingseta

Alþingismaður Seyðfirðinga 1942–1956 (Sjálfstæðisflokkur).

2. varaforseti efri deildar 1949–1956.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Seyðisfirði 21. október 1898, dáinn 31. júlí 1977. Foreldrar: Jóhannes Jóhannesson (fæddur 17. janúar 1866, dáinn 7. febrúar 1950) alþingismaður og kona hans Jósefína Antonía Lárusdóttir (fædd 25. apríl 1878, dáin 22. desember 1944) húsmóðir, dóttir Lárusar Blöndals alþingismanns. Maki (21. júní 1924): Stefanía Guðjónsdóttir (fædd 15. janúar 1902, dáin 6. janúar 1990) húsmóðir. Foreldrar: Guðjón Sigurðsson og kona hans Guðný Einarsdóttir. Börn: Jóhannes (1925), Guðjón (1928), Jósefína Lára (1941).

Stúdentspróf MR 1917. Lögfræðipróf HÍ 1920. Framhaldsnám í Kaupmannahöfn 1920–1921. Hrl. 1924.

Fulltrúi við bæjarfógetaembættið í Reykjavík 1921–1924, var þá öðru hverju settur bæjarfógeti. Einkaritari Jóns Magnússonar forsætisráðherra 1921–1922. Rak málaflutningsskrifstofu í Reykjavík 1924–1960. Formaður útvarpsfélags er stofnað var í Reykjavík 1925. Stofnaði og rak Prentsmiðju Austurlands frá 1946 í mörg ár. Hæstaréttardómari 1960–1964. Stundaði síðan ættfræðirannsóknir til æviloka.

Skipaður 1942 í milliþinganefnd til þess að meta verðmæti hlutabréfa Útvegsbankans. Kosinn 1943 í milliþinganefnd um launakjör alþingismanna. Í landsbankanefnd 1946–1957. Formaður Lögmannafélags Íslands 1947–1960, heiðursfélagi þess 1961. Sat á fundum Evrópuráðsins í Strasbourg sem varafulltrúi 1954, 1955 og 1959 og í Norðurlandaráði 1956.

Alþingismaður Seyðfirðinga 1942–1956 (Sjálfstæðisflokkur).

2. varaforseti efri deildar 1949–1956.

Ritaði fjölda greina sem birtust í tímaritum og blöðum, þýddi bækur og samdi ættfræðirit: Blöndalsættin og Thorarensenætt.

Æviágripi síðast breytt 25. febrúar 2016.

Áskriftir