Lárus Jónsson

Lárus Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Norðurlands eystra 1971–1984 (Sjálfstæðisflokkur).

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Ólafsfirði 17. nóvember 1933, dáinn 29. nóvember 2015. Foreldrar: Jón Ellert Sigurpálsson (fæddur 23. október 1910, dáinn 3. febrúar 2000) skipstjóri þar og kona hans Unnur Þorleifsdóttir (fædd 5. mars 1909, dáin 27. apríl 1995) húsmóðir. Maki (10. september 1955) Guðrún Jónsdóttir (fædd 12. nóvember 1932) húsmóðir. Foreldrar: Jón Eiríksson og 1. kona hans Marta Jónsdóttir. Börn: Jón Ellert (1956), Unnar Þór (1958), Marta Kristín (1963), Jónína Sigrún (1970).

Stúdentspróf MR 1954. Viðskiptafræðipróf HÍ 1960.

Starfsmaður við Veðurstofu Íslands jafnframt háskólanámi. Bæjargjaldkeri í Ólafsfirði 1960–1968. Starfsmaður Efnahagsstofnunarinnar með aðsetur á Akureyri 1968–1970. Framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga 1970–1971. Bankastjóri Útvegsbanka Íslands 1984–1987. Sérfræðistörf á eigin vegum 1987–1988. Framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudisksframleiðenda 1988–1991. Framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna síðan 1991.

Formaður Garðars, FUS í Ólafsfirði 1962–1968. Í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 1964–1972. Bæjarfulltrúi á Ólafsfirði 1966–1970 og á Akureyri 1970–1974. Formaður stjórnar Sölustofnunar lagmetis 1975–1980. Umdæmisstjóri Rotary-hreyfingarinnar á Íslandi 1967–1968 og í stjórn Rotary Norden 1974–1984. Sat fundi Þingmannasamtaka Norður-Atlantshafsríkjanna 1980–1984.

Alþingismaður Norðurlands eystra 1971–1984 (Sjálfstæðisflokkur).

Æviágripi síðast breytt 5. febrúar 2020.

Áskriftir