Magnús Andrésson

Magnús Andrésson

Þingseta

Alþingismaður Árnesinga 1881–1885, alþingismaður Mýramanna 1900–1908 og 1911–1913 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, utan flokka, Sambandsflokkurinn).

Forseti neðri deildar 1912–1913. Varaforseti neðri deildar 1903–1905, 1. varaforseti neðri deildar 1907.

Æviágrip

Fæddur í Núpstúni í Hrunamannahreppi 30. júní 1845, dáinn 31. júlí 1922. Foreldrar: Andrés Magnússon (fæddur 15. ágúst 1818, dáinn 28. mars 1857) síðar bóndi í Syðra-Langholti, sonur Magnúsar Andréssonar alþingismanns, og kona hans Katrín Eyjólfsdóttir (fædd 22. júlí 1820, dáin 6. september 1911) húsmóðir. Faðir Péturs Magnússonar alþingismanns og ráðherra og afi Ásgeirs Péturssonar varaþingmanns. Maki (9. september 1881): Sigríður Pétursdóttir (fædd 15. júní 1860, dáin 24. ágúst 1917) húsmóðir. Foreldrar: Pétur Fjeldsted Sívertsen og kona hans Sigríður Þorsteinsdóttir. Börn: Þorlákur (1882), Andrés (1883), Sigríður (1885), Pétur (1888), Katrín (1890), Guðmundur (1891), Steinunn Sigríður (1894), Guðrún (1896), Ragnheiður (1897), Sigrún (1899).

Stúdentspróf Lsk. 1875. Guðfræðipróf Prestaskólanum 1877.

Fylgdarmaður Kr. Kålunds á ferðum hans um Ísland sumurin 1873 og 1874. Biskupsskrifari í Reykjavík 1877–1881 og stundaði jafnframt kennslu. Fékk Gilsbakka 1881, lausn 1918 vegna sjóndepru, en bjó áfram til æviloka á Gilsbakka. Prófastur í Mýraprófastsdæmi 1883–1892 og 1911–1915.

Lengstum oddviti Hvítársíðuhrepps. Hélt jafnan uppi kennslu á heimili sínu og kenndi fjölda pilta undir skóla. Kynntist smáskammtalækningum hjá séra Magnúsi Jónssyni á Grenjaðarstað og stundaði þær alla ævi. Skrifstofustjóri Alþingis 1879, hafði og á hendi um skeið vörslu á bókasafni þingsins. Sýslunefndarmaður 1891–1903. Skipaður 1905 í milliþinganefnd um sveitarstjórnar- og fátækramál.

Alþingismaður Árnesinga 1881–1885, alþingismaður Mýramanna 1900–1908 og 1911–1913 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, utan flokka, Sambandsflokkurinn).

Forseti neðri deildar 1912–1913. Varaforseti neðri deildar 1903–1905, 1. varaforseti neðri deildar 1907.

Æviágripi síðast breytt 25. febrúar 2016.

Áskriftir