Magnús Stephensen

Magnús Stephensen

Þingseta

Þjóðfundarmaður Rangæinga 1851.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Hvanneyri í Borgarfirði 13. janúar 1797, dáinn 15. apríl 1866. Foreldrar: Stefán Stephensen (fæddur 27. desember 1767, dáinn 20. desember 1820) amtmaður og 1. kona hans Marta María Stephensen, fædd Hölter (fædd 17. nóvember 1770, dáin 14. júní 1805) húsmóðir. Faðir Magnúsar Stephensens alþingismanns og landshöfðingja, tengdafaðir Theodórs Jónassens alþingismanns. Maki (6. maí 1828): Margrét Þórðardóttir Stephensen (fædd 7. september 1799, dáin 18. janúar 1866) húsmóðir. Foreldrar: Þórður Brynjólfsson og 2. kona hans Margrét Sigurðardóttir. Börn: Magnús (1828), Guðrún (1829), Sigríður (1831), Þórunn (1833), Magnús (1835), Magnús (1836), Marta María Catrina Jóhanna (1838), Elín (1839), Stefán (1842), Stefán Theodór (1843), Pétur (1845).

    Stúdent 1816 úr heimaskóla Árna Helgasonar síðar biskups. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1821.

    Sýslumaður í Skaftafellssýslu 1823–1844, sat á Felli og síðar á Höfðabrekku. Sýslumaður í Rangárvallasýslu 1844–1857, sat fyrst í Fljótsdal, en frá 1845 í Vatnsdal í Fljótshlíð.

    Þjóðfundarmaður Rangæinga 1851.

    Æviágripi síðast breytt 29. febrúar 2016.

    Áskriftir