Ólafur F. Davíðsson

Ólafur F. Davíðsson

Þingseta

Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1902 (Heimastjórnarflokkurinn).

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Akureyri 25. mars 1858, dáinn 15. ágúst 1932. Foreldrar: Davíð Sigurðsson (fæddur 6. júní 1818, dáinn 29. september 1899) verslunarmaður þar og kona hans Guðríður Jónasdóttir (fædd 18. mars 1824, dáin 4. febrúar 1903) húsmóðir. Maki (9. júlí 1893): Sigríður Þórunn Stefanía Þorvarðsdóttir (fædd 20. júní 1862, dáin 8. október 1932) húsmóðir. Foreldrar: Þorvarður Gíslason og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir. Börn: Ingibjörg (1893), Friðrik Valdimar (1895), María Jakobína (1898), Ólafur Stefán (1900).

    Verslunarmaður hjá Möller á Akureyri og síðan Örum & Wulff á Húsavík 1877–1884, á Djúpavogi 1884–1891 og á Vopnafirði 1891–1893, verslunarstjóri á Vopnafirði 1893–1904. Bókari í Landsbankanum í Reykjavík 1904–1908. Verslunarstjóri og verslunarfulltrúi hjá L. Tang & Sön á Ísafirði 1908–1922, síðan í Vestmannaeyjum til æviloka.

    Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1902 (Heimastjórnarflokkurinn).

    Æviágripi síðast breytt 1. mars 2016.

    Áskriftir