Ólafur Pálsson

Ólafur Pálsson

Þingseta

Konungkjörinn alþingismaður 1867–1876 (sat ekki þing 1873).

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur í Ásum í Skaftártungu 7. ágúst 1814, dáinn 4. ágúst 1876. Foreldrar: Páll Ólafsson (fæddur 10. maí 1788, dáinn 14. september 1823, drukknaði í Blautukvísl á Mýrdalssandi) prestur þar og kona hans Kristín Þorvaldsdóttir (fædd 1791, dáin 15. október 1830) húsmóðir. Faðir sr. Páls Ólafssonar alþingismanns. Maki (15. maí 1843): Guðrún Ólafsdóttir Stephensen (fædd 16. október 1820, dáin 12. september 1899) húsmóðir. Foreldrar: Ólafur Magnússon Stephensen og 1. kona hans Sigríður Stefánsdóttir Stephensen. Börn: Sigríður (1844), Ólafur (1847), Ólafía (1849), Páll (1850), Ólafur (1851), Friðrik Theódór (1853), Kristín (1854), Þorvaldur (1856), Stefán (1857), Sigríður (1859).

    Stúdentspróf Bessastöðum 1834. Guðfræðipróf Hafnarháskóla 1842.

    Kennari og skrifari hjá Bjarna Thorarensen amtmanni á Möðruvöllum 1834–1837 og jafnframt djákn Möðruvallaklausturs síðustu 14 mánuði sína þar. Var sumarið 1841 með Jóni Sigurðssyni í Svíþjóð til uppskrifta á íslenskum handritum. Dvaldist hjá Árna Helgasyni biskupi í Görðum veturinn 1842–1843. Fékk Reynivelli í Kjós 1843, Holt undir Eyjafjöllum 1846, en fór þangað ekki, Stafholt 1847. Dómkirkjuprestur í Reykjavík 1854–1871. Prestur á Melstað frá 1871 til æviloka. Prófastur í Mýraprófastsdæmi 1851–1854, í Kjalarnesprófastsdæmi 1856–1871 og í Húnavatnsprófastsdæmi frá 1872 til æviloka.

    Konungkjörinn alþingismaður 1867–1876 (sat ekki þing 1873).

    Æviágripi síðast breytt 2. mars 2016.

    Áskriftir