Ólafur Thors

Ólafur Thors

Þingseta

Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1926–1959, alþingismaður Reyknesinga 1959–1964 (Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn).

Dómsmálaráðherra 1932, atvinnumálaráðherra 1939–1942, sjávarútvegs- og iðnaðarmálaráðherra 1950–1953, forsætisráðherra 1942, 1944–1947, 1949–1950, 1953–1956 og 1959–1963.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Borgarnesi 19. janúar 1892, dáinn 31. desember 1964. Foreldrar: Thor Philip Axel Jensen (fæddur 3. desember 1863, dáinn 12. september 1947) kaupmaður þar og kona hans Margrét Þorbjörg Kristjánsdóttir (fædd 6. september 1867, dáin 14. október 1945) húsmóðir. Bróðir Thors Thors alþingismanns, faðir Mörtu konu Péturs Benediktssonar alþingismanns. Maki (3. desember 1915): Ingibjörg Indriðadóttir Thors (fædd 21. ágúst 1894, dáin 5. ágúst 1988) húsmóðir. Foreldrar: Indriði Einarsson alþingismaður og kona hans Marta María Pétursdóttir, dóttir Péturs Guðjohnsens alþingismanns. Börn: Thor Jensen (1916), Marta (1918), Thor (1922), Ingibjörg (1924), Margrét Þorbjörg (1929).

Stúdentspróf MR 1912. Las lögfræði við Hafnarháskóla og Háskóla Íslands, en lauk ekki námi.

Framkvæmdastjóri togarafélagsins Kveldúlfs hf. í Reykjavík 1914–1939. Skipaður 14. nóvember 1932 dómsmálaráðherra, lausn 23. desember 1932. Skipaður 17. apríl 1939 atvinnumálaráðherra, lausn 7. nóvember 1941, en gegndi störfum til 18. nóvember. Skipaður 18. nóvember 1941 atvinnumálaráðherra að nýju, lausn 16. maí 1942. Skipaður 16. maí 1942 forsætis- og utanríkisráðherra, lausn 14. nóvember 1942, en gegndi störfum til 16. desember. Skipaður 21. október 1944 forsætis- og utanríkisráðherra, lausn 10. október 1946, en gegndi störfum til 4. febrúar 1947. Skipaður 6. desember 1949 forsætisráðherra og félagsmálaráðherra, lausn 2. mars 1950, en gegndi störfum til 14. mars. Skipaður 14. mars 1950 sjávarútvegs- og iðnaðarmálaráðherra, lausn 11. september 1953. Skipaður sama dag forsætis- og sjávarútvegsmálaráðherra, lausn 27. mars 1956, en gegndi störfum til 24. júlí. Skipaður 20. nóvember 1959 forsætisráðherra, lausn 14. nóvember 1963.

Formaður Félags íslenskra botnvörpuskipaeigenda 1918–1935. Formaður Sjálfstæðisflokksins 1934–1961. Skipaður 1925 í gengisnefnd. Kosinn 1926 í alþingishátíðarnefnd, en skoraðist undan að taka sæti í henni. Sat í landsbankanefnd 1928–1938 og í samninganefnd við Norðmenn um kjöttoll 1932. Í dansk-íslensku ráðgjafarnefndinni 1937–1942, orðunefnd 1939–1944. Í skilnaðarnefnd 1944, í bankaráði Landsbankans 1936–1944 og frá 1948 til æviloka. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1947 og 1948.

Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1926–1959, alþingismaður Reyknesinga 1959–1964 (Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn).

Dómsmálaráðherra 1932, atvinnumálaráðherra 1939–1942, sjávarútvegs- og iðnaðarmálaráðherra 1950–1953, forsætisráðherra 1942, 1944–1947, 1949–1950, 1953–1956 og 1959–1963.

Um ævi og störf hans ritaði Matthías Johannessen: Ólafur Thors I—II (1981).

Æviágripi síðast breytt 18. febrúar 2020.

Áskriftir