Ólafur Þ. Þórðarson

Ólafur Þ. Þórðarson

Þingseta

Alþingismaður Vestfirðinga 1979–1995 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Vestfirðinga apríl 1972, febrúar og október 1975, nóvember–desember 1976, febrúar og desember 1977, apríl 1978, október 1996, apríl 1997, apríl–maí 1997 og febrúar 1998.

2. varaforseti sameinaðs þings 1983–1987.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Stað í Súgandafirði 8. desember 1940, dáinn 6. september 1998. Foreldrar: Þórður Halldór Ágúst Ólafsson (fæddur 1. ágúst 1911, dáinn 4. desember 1983) bóndi þar, föðurbróðir Kjartans Ólafssonar alþingismanns, og kona hans Jófríður Pétursdóttir (fædd 7. september 1916, dáin 2. júní 1972) húsmóðir, móðursystir Kjartans Ólafssonar alþingismanns. Móðurbróðir Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur varaþingmanns. Maki 1 (17. september 1972): Þórey Eiríksdóttir (fædd 31. október 1949) kennari. Þau skildu. Foreldrar: Eiríkur Þorsteinsson alþingismaður og kona hans Anna Guðmundsdóttir. Maki 2 (8. desember 1990): Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir (fædd 24. maí 1960) hársnyrtir. Foreldrar: Heiðar Pétursson og Hugrún Kristjánsdóttir. Börn Ólafs og Þóreyjar: Áslaug (1972), Arinbjörn (1975). Börn Ólafs og Guðbjargar: Heiðbrá (1985), Ágúst (1988). Sonur Guðbjargar af fyrra hjónabandi: Hinrik Gíslason (1979).

Héraðsskólapróf Núpi 1957. Búfræðipróf Hvanneyri 1960. Kennarapróf KÍ 1970.

Skólastjóri Barnaskólans á Suðureyri 1970–1978. Skólastjóri Héraðsskólans í Reykholti 1978–1995 (í leyfi frá 1980).

Oddviti Suðureyrarhrepps 1974–1978. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga 1974–1978. Í stjórn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands 1981–1993. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1982. Í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins, síðar Byggðastofnunar 1983–1995. Sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1987–1994.

Alþingismaður Vestfirðinga 1979–1995 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Vestfirðinga apríl 1972, febrúar og október 1975, nóvember–desember 1976, febrúar og desember 1977, apríl 1978, október 1996, apríl 1997, apríl–maí 1997 og febrúar 1998.

2. varaforseti sameinaðs þings 1983–1987.

Æviágripi síðast breytt 15. janúar 2020.

Áskriftir