Óskar Jónsson

Óskar Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Vestur-Skaftfellinga 1959 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Suðurlands mars–apríl 1963, febrúar–mars, apríl og október–nóvember 1964, mars 1965, mars–apríl 1966 og apríl 1967.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Nesi í Norðfirði 3. september 1899, dáinn 26. apríl 1969. Foreldrar: Jón Eyleifsson (fæddur 18. apríl 1880, dáinn 3. júní 1968) síðar sjómaður í Hafnarfirði og Ragnhildur Gunnarsdóttir (fædd 27. júlí 1869, dáin 6. febrúar 1945) húsmóðir. Faðir Baldurs Óskarssonar varaþingmanns. Maki (1. október 1933): Katrín Ingibergsdóttir (fædd 8. október 1908, dáin 10. desember 2004) húsmóðir. Foreldrar: Ingibergur Þorsteinsson og 2. kona hans Guðríður Árnadóttir. Börn: Ásdís (1933), Baldur (1940).

Nám í unglingaskóla í Vík tvo vetur.

Vann ýmis störf á sjó og landi til 1936. Síðan skrifstofumaður hjá Kaupfélagi Skaftfellinga í Vík fram til 1960. Félagsmálafulltrúi Kaupfélags Árnesinga frá 1960 til æviloka og átti þá heima á Selfossi.

Sýslunefndarmaður Vestur-Skaftafellssýslu 1954–1960.

Alþingismaður Vestur-Skaftfellinga 1959 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Suðurlands mars–apríl 1963, febrúar–mars, apríl og október–nóvember 1964, mars 1965, mars–apríl 1966 og apríl 1967.

Æviágripi síðast breytt 17. apríl 2020.

Áskriftir