Pétur Ottesen

Pétur Ottesen

Þingseta

Alþingismaður Borgfirðinga 1916–1959 (Sjálfstæðisflokkurinn þversum, utan flokka (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).

2. varaforseti neðri deildar 1924–1925, 1. varaforseti neðri deildar 1926, 1. varaforseti sameinaðs þins 1939–1941.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Ytra-Hólmi í Innri-Akraneshreppi 2. ágúst 1888, dáinn 16. desember 1968. Foreldrar: Oddgeir Ágúst Lúðvík Ottesen (fæddur 28. mars 1857, dáinn 7. nóvember 1918) bóndi og kaupmaður þar og kona hans Sigurbjörg Sigurðardóttir (fædd 16. ágúst 1855, dáin 16. janúar 1934) húsmóðir. Maki (13. maí 1916): Petrína Helga Jónsdóttir (fædd 5. desember 1889, dáin 2. september 1972) húsmóðir. Foreldrar: Jón Erlendsson og 2. kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir. Börn: Sigurbjörg (1924), Jón (1927).

Bóndi á Ytra-Hólmi frá 1916 til æviloka. Hreppstjóri í Innri-Akraneshreppi frá 1918 til æviloka. Í landsbankanefnd 1928–1930 og aftur 1938–1945. Í stjórn Búnaðarfélags Íslands frá 1942 til æviloka og í stjórn Fiskifélags Íslands 1945–1966. Endurskoðandi Búnaðarbankans 1937–1945. Skipaður 1951 í nefnd til að gera tillögur um almenna bankalöggjöf. Í stjórn Sementsverksmiðjunnar frá 1961 til æviloka.

Alþingismaður Borgfirðinga 1916–1959 (Sjálfstæðisflokkurinn þversum, utan flokka (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).

2. varaforseti neðri deildar 1924–1925, 1. varaforseti neðri deildar 1926, 1. varaforseti sameinaðs þins 1939–1941.

Bókin um Pétur Ottesen, skrifuð af vinum hans, kom út 1969.

Æviágripi síðast breytt 14. mars 2016.

Áskriftir