Sighvatur Björgvinsson

Sighvatur Björgvinsson

Þingseta

Landskjörinn alþm. (Vestfirðinga) 1974–1978, alþm. Vestfirðinga 1978–1983 og 1987–2001 (Alþýðuflokkur, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin).

Vþm. Vestfirðinga febr.-mars 1984, febr.-mars 1985, okt. 1985 til febr. 1986.

Fjármálaráðherra 1979–1980, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1991–1993, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda 1993–1995 og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1994–1995, formaður ráðherranefndar samstarfsráðherra Norðurlanda 1994–1995.

2. varaforseti Nd. 1987–1988.

Formaður þingflokks Alþýðuflokksins 1978–1983.

Æviágrip

F. í Reykjavík 23. jan. 1942. For.: Björgvin Sighvatsson (f. 25. apríl 1917, d. 14. okt. 2009) skólastjóri á Ísafirði og k. h. Jóhanna Oddný Margrét Sæmundsdóttir (f. 28. ágúst 1919, d. 17. maí 2010) handavinnukennari og húsmóðir. K. (28. des. 1965) Björk Melax (f. 19. ágúst 1941) húsmóðir. For.: Stanley Melax og k. h. Guðrún Ólafsdóttir Melax. Börn: Bryndís (uppeldisdóttir, 1963), Elín Kristjana (1966), Björgvin Sturla (1968), Rúnar Stanley (1972).

Stúdentspróf MA 1961. Fyrrihlutapróf í viðskiptafræði HÍ 1966, en lauk ekki námi.

Starfsmaður Sjómannasambands Íslands og verkalýðsmálanefndar Alþýðuflokksins 1964–1965. Fulltrúi á skrifstofu iðnfræðsluráðs 1967–1969. Ritstjóri Alþýðublaðsins 1969–1974. Skip. 15. okt. 1979 fjármálaráðherra, lausn 4. des. 1979, en gegndi störfum til 8. febr. 1980; fór jafnframt með Hagstofu Íslands. Framkvæmdastjóri Norræna félagsins 1984–1991. Skip. 30. apríl 1991 heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, lausn 14. júní 1993. Skip. 14. júní 1993 iðnaðar- og viðskiptaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, skip. einnig heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 24. júní 1994, lausn 18. apríl 1995, en gegndi störfum til 23. apríl. Framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands frá 2001.

Ritari Sambands ungra jafnaðarmanna 1964–1966. Formaður FUJ í Reykjavík 1965. Í flokksstjórn Alþýðuflokksins síðan 1967. Ritari Fulltrúaráðs alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík 1965. Formaður Alþýðuflokksins 1996–2001. Sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1976, 1988 og 1990 og fundi Þingmannasamtaka Norður-Atlantshafsríkjanna 1976–1983. Formaður stjórnar Framkvæmdastofnunar ríkisins 1978–1980. Í Þingvallanefnd 1978–1980 og 1993–1995. Í stjórn Endurbótasjóðs menningarstofnana síðan 1990. Í Norðurlandaráði 1989–1991 og 1999–2001. Í þingmannanefnd EFTA/EES 1995.

Landskjörinn alþm. (Vestfirðinga) 1974–1978, alþm. Vestfirðinga 1978–1983 og 1987–2001 (Alþýðuflokkur, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin).

Vþm. Vestfirðinga febr.-mars 1984, febr.-mars 1985, okt. 1985 til febr. 1986.

Fjármálaráðherra 1979–1980, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1991–1993, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda 1993–1995 og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1994–1995, formaður ráðherranefndar samstarfsráðherra Norðurlanda 1994–1995.

2. varaforseti Nd. 1987–1988.

Formaður þingflokks Alþýðuflokksins 1978–1983.

Ritstjóri: Alþýðublaðið (1969–1974).

Æviágripi síðast breytt 10. nóvember 2014.

Upplýsingar um nefndarstörf ná aftur til ársins 1991 (115. löggjafarþing). Sjá annars nefndasetur