Sigurður Brynjólfsson

Þingseta

Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1849–1850.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Ósi í Breiðdal 10. júní 1793, dáinn 2. júní 1871. Foreldrar: Brynjólfur Gíslason (fæddur 1757, dáinn 30. júlí 1825) prestur í Eydölum og kona hans Kristín Nikulásdóttir (fædd 1760, dáin 15. október 1842) húsmóðir. Föðurbróðir Gísla Brynjúlfssonar alþingismanns og móðurbróðir Brynjólfs Jónssonar alþingismanns. Maki (1820): Ingveldur Jónsdóttir (fædd 28. september 1794, dáin 16. júlí 1855) húsmóðir. Foreldrar: Jón Þorsteinsson og Þórunn Jónsdóttir. Börn: Kristín (1821), Þórunn (1822), Jón (1823), Rósa (1824), Brynjúlfur (1826), Jón (1827), Gísli (1828), Rósa (1829), Sæmundur (1831), Gísli (1832).

    Lærði trésmíðar í Kaupmannahöfn.

    Bóndi á Ósi í Breiðdal 1820–1825 og í Múla í Álftafirði 1825–1871.

    Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1849–1850.

    Æviágripi síðast breytt 17. mars 2016.

    Áskriftir