Sigurður Þórðarson

Sigurður Þórðarson

Þingseta

Alþingismaður Skagfirðinga 1942–1946 (Framsóknarflokkur).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Fjalli í Sæmundarhlíð 19. júlí 1888, dáinn 13. ágúst 1967. Foreldrar: Þórður Ingvarsson (fæddur 16. maí 1865, dáinn 1. nóvember 1927) söðlasmiður lengstum á Húsavík og Ingibjörg Sigurðardóttir (fædd 26. júní 1854, dáin 25. október 1947) húsmóðir. Maki (24. júní 1910): Ingibjörg Sigurlaug Sigfúsdóttir (fædd 23. september 1890, dáin 26. september 1965) húsmóðir. Foreldrar: Sigfús Jónsson alþingismaður og kona hans Guðríður Petrea Þorsteinsdóttir. Börn: Sigfús (1910), Ingibjörg (1918).

Búfræðipróf Hólum 1907.

Stundaði næstu ár söðlasmíði ásamt almennum sveitastörfum. Bóndi á Nautabúi í Skagafirði 1912–1938. Kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga 1937–1946, fluttist til Sauðárkróks 1938 og átti þar heima til 1946, fluttist þá til Reykjavíkur. Starfsmaður í fjárhagsráði 1947–1953 og Innflutningsskrifstofunni 1953–1960, er hún var lögð niður.

Hreppstjóri Lýtingsstaðahrepps 1922–1938. Skipaður 1946 í nýbyggingarráð.

Alþingismaður Skagfirðinga 1942–1946 (Framsóknarflokkur).

Æviágripi síðast breytt 21. mars 2016.

Áskriftir