Skúli Alexandersson

Skúli Alexandersson

Þingseta

Alþingismaður Vesturlands 1979–1991 (Alþýðubandalag).

Varaþingmaður Vesturlands október–nóvember og desember 1971, nóvember–desember 1972, desember 1974, maí og desember 1976, desember 1977 og nóvember–desember 1978 (Alþýðubandalag).

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjarfirði á Ströndum 9. september 1926, dáinn 23. maí 2015. Foreldrar: Alexander Árnason (fæddur 6. ágúst 1894, dáinn 11. febrúar 1970) bóndi þar og kona hans Sveinsína Ágústsdóttir (fædd 7. júní 1901, dáin 3. nóvember 1987) húsmóðir. Maki (23. júní 1955) Hrefna Magnúsdóttir (fædd 24. júní 1935) verslunarmaður. Foreldrar: Magnús Ólafsson og kona hans Ásta Sýrusdóttir. Börn: Ari (1956), Hulda (1958), Drífa (1962).

Héraðsskólapróf Reykjanesi 1942. Samvinnuskólapróf 1950. Nám í framhaldsdeild Samvinnuskólans 1950–1951.

Verslunarmaður hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki 1951–1952 og Kaupfélagi Hellissands 1952–1955. Rak útgerð 1954–1969. Framkvæmdastjóri Jökuls hf. á Hellissandi síðan 1961. Forstöðumaður Gistihússins Gimli á Hellissandi síðan 1991.

Oddviti Neshrepps utan Ennis 1954–1966, 1970–1974 og 1978–1981. Í stjórn landshafnar í Rifi 1959–1990. Í flugráði 1980–1987 og frá 1991. Í stjórn Sementsverksmiðjunnar 1980–1989. Formaður Skógræktar- og landverndarfélags undir Jökli síðan 1990. Í stjórnskipaðri nefnd til undirbúnings stofnun þjóðgarðs undir Jökli síðan 1994.

Alþingismaður Vesturlands 1979–1991 (Alþýðubandalag).

Varaþingmaður Vesturlands október–nóvember og desember 1971, nóvember–desember 1972, desember 1974, maí og desember 1976, desember 1977 og nóvember–desember 1978 (Alþýðubandalag).

Æviágripi síðast breytt 8. apríl 2020.

Áskriftir