Tryggvi Bjarnason

Tryggvi Bjarnason

Þingseta

Alþingismaður Húnvetninga 1911–1913 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri).

Æviágrip

Fæddur á Síðu í Víðidal 19. júní 1869, dáinn 13. júlí 1928. Foreldrar: Bjarni Helgason (fæddur 10. maí 1832, dáinn 16. júní 1922) bóndi þar og kona hans Helga Jónasdóttir (fædd 25. mars 1837, dáin 20. nóvember 1915) húsmóðir. Maki (25. júní 1896): Elísabet Eggertsdóttir (fædd 9. desember 1870, dáin 16. apríl 1949) húsmóðir. Foreldrar: Eggert Helgason og kona hans Margrét Halldórsdóttir. Börn: Sigurósk (1898), Eggert Bjarni (1899), Ólafur (1901), Helgi (1903), Helga (1904), Margrét (1905), Auðbjörg (1909).

Gagnfræðapróf Flensborg í Hafnarfirði 1895.

Bóndi í Kothvammi frá 1896 til æviloka.

Hreppstjóri frá 1908 til æviloka. Oddviti Kirkjuhvammshrepps um langt skeið.

Alþingismaður Húnvetninga 1911–1913 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri).

Æviágripi síðast breytt 30. mars 2016.

Áskriftir