Vilborg Harðardóttir

Vilborg Harðardóttir

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga október–maí (allt þingið) 1975–1976 (varaþingmaður, Alþýðubandalag).

Varaþingmaður Reykvíkinga febrúar–maí 1978 (Alþýðubandalag).

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 13. september 1935, dáin 15. ágúst 2002. Foreldrar: Hörður Gestsson (fæddur 2. október 1910, dáinn 6. mars 1975) bílstjóri þar og kona hans Ragnheiður Sveinsdóttir (fædd 29. nóvember 1900, dáin 28. desember 1987) ritari. Móðir Marðar Árnasonar alþingismanns. Maki (9. október 1954): Árni Hlíðdal Björnsson (fæddur 16. janúar 1932) þjóðháttafræðingur. Þau skildu. Foreldrar: Björn Magnússon og kona hans Hólmfríður Margrét Benediktsdóttir. Börn: Mörður (1953), Ilmur (1958), Dögg (1964).

Stúdentspróf MR 1955. BA-próf í ensku, norsku og kennslufræði HÍ 1962. Nám í bókmenntum við Freie Universität í Vestur-Berlín 1964.

Skrifstofustörf í Reykjavík ásamt námi 1955–1956 og 1958–1959. Blaðamennska hjá World Student News, Prag, 1957. Blaðamaður við Þjóðviljann með hléum 1960–1979, fréttastjóri þar 1979–1981. Kennari við háskólann í Greifswald 1962, gagnfræðastig í Reykjavík 1962–1963 og 1971–1972 og blaðamennskunámskeið í Tómstundaskólanum 1986–1992. Vann hjá sjónvarpi veturinn 1973–1974. Ritstjóri Norðurlands á Akureyri 1976–1977 og 1978. Kynningar- og útgáfustjóri Iðntæknistofnunar 1981–1988. Skólastjóri Tómstundaskólans 1988–1992. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda síðan 1992.

Skipuð 1975 í nefnd til endurskoðunar tryggingakerfisins. Ein af stofnendum Rauðsokkahreyfingarinnar.

Alþingismaður Reykvíkinga október–maí (allt þingið) 1975–1976 (varaþingmaður, Alþýðubandalag).

Varaþingmaður Reykvíkinga febrúar–maí 1978 (Alþýðubandalag).

Ritstjóri: Sunnudagsblað Þjóðviljans (1974–1975). Jafnréttissíða Þjóðviljans (1973–1976). Norðurland (1976–1977, 1978). Fréttabréf Iðntæknistofnunar, Púlsinn (1983–1988). Íslensk bókatíðindi (1993–1995).

Æviágripi síðast breytt 6. apríl 2020.

Áskriftir