Vilhjálmur Oddsen

Þingseta

Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1857.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur í Kaupmannahöfn 27. júlí 1826, dáinn 17. mars 1896. Foreldrar: Gunnlaugur Oddsson (fæddur 9. maí 1786, dáinn 2. maí 1835) síðar dómkirkjuprestur í Reykjavík og kona hans Þórunn Björnsdóttir (fædd 6. janúar 1791, dáin 19. febrúar 1855) húsmóðir. Maki 1 (31. ágúst 1853): Björg Guttormsdóttir (fædd 21. október 1825, dáin 5. júlí 1865) húsmóðir. Foreldrar: Guttormur Guðmundsson og kona hans Steinvör Gunnlaugsdóttir. Maki 2 (8. nóvember 1867): Guðlaug Þorsteinsdóttir (fædd 29. október 1841, dáin 7. ágúst 1912) húsmóðir. Foreldrar: Þorsteinn Guðmundsson og kona hans Guðríður Sigurðardóttir. Börn Vilhjálms og Bjargar: Gunnlaugur Ólafur Þorsteinn (1855), Halldór Guttormur (1857), Steinunn (1859), Gunnvör Ingibjörg (1861), Þorsteinn Jósef Benedikt (1863). Börn Vilhjálms og Guðlaugar: Þorgrímur Einar (1868), Þórunn Guðríður Björg (1874), Valgarður (1876), Halldór (1878), Halldór (1880).

  Nam söðlasmíði.

  Bóndi og söðlasmiður í Teigi í Vopnafirði 1854–1862, í Vatnsdalsgerði 1862–1866, á Hofi 1866–1867, á Hrappsstöðum 1867–1884 og á Hellisfjörubökkum frá 1884 til æviloka.

  Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1857.

  Æviágripi síðast breytt 31. mars 2016.