Vilmundur Gylfason

Vilmundur Gylfason

Þingseta

Alþm. Reykv. 1978–1983 (Alþýðuflokkur). Kosinn 1983 alþm. Reykv. (Bandalag jafnaðarmanna), dó áður en þing kom saman.

Dóms- og kirkjumála- og menntamálaráðherra 1979–1980.

Minningarorð

Æviágrip

F. í Reykjavík 7. ágúst 1948, d. 19. júní 1983. For.: Gylfi Þ. Gíslason (f. 7. febr. 1917, d. 18. ágúst 2004) alþm. og ráðherra og k. h. Guðrún Vilmundardóttir (f. 7. des. 1918, d. 15. ágúst 2010) húsmóðir, dóttir Vilmundar Jónssonar landlæknis og alþm. K. (13. sept. 1970) Valgerður Bjarnadóttir (f. 13. jan. 1950) viðskiptafræðingur. For.: Bjarni Benediktsson alþm. og ráðherra og k. h. Sigríður Björnsdóttir. Börn: Benedikt (f. 1966, d. 1970), óskírður (f./d. 1973), Guðrún (1974), Nanna Sigríður (f. 1975, d. 1976), Baldur Hrafn (1981).

Stúdentspróf MR 1968. BA-próf Manchester-háskóla á Englandi 1971. MA-próf Exeter-háskóla á Englandi 1973.

Sögukennari við Menntaskólann í Reykjavík frá 1972 til æviloka. Jafnframt dálkahöfundur við Vísi og Dagblaðið frá 1975. Skip. 15. okt. 1979 dóms- og kirkjumála- og menntamálaráðherra, lausn 4. des. 1979, en gegndi störfum til 8. febr. 1980.

Frumkvöðull og stofnandi Bandalags jafnaðarmanna.

Alþm. Reykv. 1978–1983 (Alþýðuflokkur). Kosinn 1983 alþm. Reykv. (Bandalag jafnaðarmanna), dó áður en þing kom saman.

Dóms- og kirkjumála- og menntamálaráðherra 1979–1980.

Æviágripi síðast breytt 7. nóvember 2014.