Þorgrímur Tómasson

Þingseta

Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1845–1849.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur í Ráðagerði á Álftanesi 9. febrúar 1782, dáinn 26. júní 1849. Foreldrar: Tómas Tómasson (fæddur 1749, dáinn 24. september 1805) gullsmiður þar og kona hans Guðrún Þorgrímsdóttir (fædd 1755, dáin 23. september 1806) húsmóðir. Faðir Gríms Thomsens skálds og alþingismanns. Maki (8. júlí 1814): Ingibjörg Jónsdóttir (fædd 26. júlí 1784, dáin 15. júlí 1865) húsmóðir. Foreldrar: Jón Grímsson og kona hans Kristín Eiríksdóttir. Börn: Grímur (1815), Kristín (1816), Guðrún (1818), Jón (1819), Grímur (1820).

    Nam gullsmíðar.

    Skólabryti á Bessastöðum, stundaði gullsmíðar og bjó þar til æviloka.

    Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1845–1849.

    Æviágripi síðast breytt 31. mars 2016.

    Áskriftir