Þorgrímur Þórðarson

Þorgrímur Þórðarson

Þingseta

Alþingismaður Austur-Skaftfellinga 1902–1908 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn).

Æviágrip

Fæddur í Vigfúsarkoti í Reykjavík 17. desember 1859, dáinn 5. júlí 1933. Foreldrar: Þórður Torfason (fæddur 1. desember 1821, dáinn 25. apríl 1903) útvegsbóndi í Reykjavík og kona hans Ragnheiður Jónsdóttir Stephensen (fædd 2. ágúst 1826, dáin 24. nóvember 1906) húsmóðir. Maki (17. október 1884): Jóhanna Andrea Ludvigsdóttir Knudsen (fædd 5. júní 1854, dáin 30. maí 1932) húsmóðir. Foreldrar: Ludvig Árni Knudsen og kona hans Anna Chr. Knudsen. Börn: Björn (1886), Þórður Ragnar Ámundi (1887), Ragnheiður (1888), Ludvig Árni (1890), Ludvig Árni (1891), Ragnar (1893), Anna Kristín Kristjana (1894), Einar (1896). Sonur Þorgríms og Jóhönnu Guðmundsdóttur: Kristinn Steinn (1881).

Stúdentspróf Lsk. 1880. Læknisfræðipróf Læknaskólanum 1884. Framhaldsnám í Kaupmannahöfn 1884–1885.

Staðgöngumaður héraðslæknisins á Akureyri 1884. Héraðslæknir á Akranesi 1885–1886. Héraðslæknir í Austur-Skaftafellssýslu 1886–1905, sat í Borgum í Nesjum. Héraðslæknir í Keflavík 1905–1929. Póstafgreiðslumaður í Nesjum 1891–1905. Gjaldkeri Sparisjóðs Keflavíkur frá stofnun hans 1907.

Var í hreppsnefnd Nesjahrepps 1887–1901, sýslunefnd Austur-Skaftafellssýslu 1891–1904 og amtsráði austuramtsins 1891–1905.

Alþingismaður Austur-Skaftfellinga 1902–1908 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn).

Æviágripi síðast breytt 23. nóvember 2017.

Áskriftir