Þorkell Bjarnason

Þorkell Bjarnason

Þingseta

Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1880–1885, konungkjörinn alþingismaður 1893–1899.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Meyjarlandi á Reykjaströnd 18. júlí 1839, dáinn 25. júlí 1902. Foreldrar: Bjarni Bjarnason (fæddur 14. júlí 1814, dáinn 12. nóvember 1878) bóndi þar og kona hans Margrét Þorkelsdóttir (fædd 2. desember 1811, dáin 3. október 1878) húsmóðir. Maki (24. júní 1866): Sigríður Þorkelsdóttir (fædd 23. janúar 1835, dáin 28. mars 1912) húsmóðir. Foreldrar: Þorkell Runólfsson og kona hans Guðrún Ólafsdóttir. Börn: Margrét (1866), Sigríður Soffía (1869), Jón (1871), Þorkell (1873), Bjarni (1875), Anna Guðrún (1875).

    Stúdentspróf Lsk. 1863. Guðfræðipróf Prestaskólanum 1865.

    Kenndi börnum á Hálsi í Fnjóskadal 1863–1864 og í Reykjavík 1865–1866. Fékk Mosfell í Mosfellssveit 1866, Reynivelli 1877, lausn 1900.

    Sýslunefndarmaður 1874–1878 og 1896–1899.

    Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1880–1885, konungkjörinn alþingismaður 1893–1899.

    Æviágripi síðast breytt 31. mars 2016.

    Áskriftir