Þorsteinn Pálsson

Þorsteinn Pálsson

Þingseta

Alþingismaður Suður-Þingeyinga 1845–1848.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Grímsstöðum við Mývatn 28. maí 1806, dáinn 27. júní 1873. Foreldrar: Páll Jónsson (fæddur um 1783, dáinn 6. desember 1854) bóndi þar og 2. kona hans Halldóra Þorsteinsdóttir (fædd um 1783, dáin 17. júlí 1855) húsmóðir. Tengdafaðir Arnljóts Ólafssonar alþingismanns og Tryggva Gunnarssonar alþingismanns. Maki 1 (2. júlí 1835): Valgerður Jónsdóttir (fædd 4. janúar 1808, dáin 29. september 1853) húsmóðir. Foreldrar: Jón Þorsteinsson og kona hans Þuríður Hallgrímsdóttir. Systir Hallgríms þjóðfundarmanns á Hólmum og Jóns þjóðfundarmanns á Lundarbrekku Jónssona og mágkona Gríms Thomsens alþingismanns og Jóns Sigurðssonar alþingismanns á Gautlöndum. Maki 2 (29. september 1854): Jóhanna Kristjana Gunnlaugsdóttir Briem (fædd 24. nóvember 1813, dáin 23. október 1878) húsmóðir. Foreldrar: Gunnlaugur Briem og kona hans Valgerður Árnadóttir Briem. Móðir Tryggva og Eggerts alþingismanna Gunnarssona. Börn Þorsteins og Valgerðar: Valgerður (1836), Kristín Halldóra (1837), Þuríður Hólmfríður (1839), Sigríður (1841), Steingrímur Páll (1845), Þorsteinn Jón (1845), Jón (1849).

    Stúdent úr heimaskóla hjá séra Guðmundi Bjarnasyni á Hólmum 1829.

    Skrifari tvö ár hjá Þórði Björnssyni sýslumanni í Garði, síðan kennari á Skinnastað. Vígður 1834 aðstoðarprestur séra Sigurðar Árnasonar á Hálsi í Fnjóskadal, sat fyrst þar, síðar á Vöglum, fékk prestakallið 1846, flutti þá aftur að Hálsi og hélt til æviloka.

    Frömuður smáskammtalækninga hér á landi.

    Alþingismaður Suður-Þingeyinga 1845–1848.

    Æviágripi síðast breytt 1. apríl 2016.

    Áskriftir