Þuríður Backman

Þuríður Backman

Þingseta

Alþingismaður Austurlands 1999–2003, alþingismaður Norðausturkjördæmis 2003–2013 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Varaþingmaður Austurlands mars 1992, október–nóvember 1993, nóvember 1994, nóvember 1995, október 1996, október–nóvember 1997 (Alþýðubandalag), nóvember 1998 (þingflokkur óháðra).

5. varaforseti Alþingis 2003–2007, 2. varaforseti Alþingis 2007–2013.

Formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs 2011.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 8. janúar 1948. Foreldrar: Ernst Fridolf Backman (fæddur 21. október 1920) íþróttakennari og Ragnheiður Jónsdóttir (fædd 10. apríl 1928) sjúkraliði. Maki (6. janúar 1973) Björn Kristleifsson (fæddur 1. desember 1946, dáinn 31. desember 2023) arkitekt. Foreldrar: Kristleifur Jónsson og Sigríður Jensdóttir. Börn: Ragnheiður (1966), Kristleifur (1973), Þorbjörn (1978).

Próf frá Hjúkrunarskóla Íslands 1973. Framhaldsnám í hand- og lyflækningahjúkrun 1983. Diplóma frá Norræna heilbrigðisháskólanum 1992.

Hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á Borgarspítalanum 1973–1980. Hjúkrunarfræðingur við Heilsuverndarstöðina í Reykjavík og Heilsugæslustöðina Asparfelli 1980–1982 og við sjúkrahúsið á Egilsstöðum 1983–1985. Hjúkrunarforstjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Egilsstöðum 1985–1988 og hjúkrunarfræðingur þar 1988–1990. Fræðslufulltrúi Krabbameinsfélags Íslands 1990–1996. Hjúkrunarfræðingur við Heilsugæslustöðina á Egilsstöðum / Heilbrigðisstofnun Austurlands 1994–1999.

Formaður Krabbameinsfélags Héraðssvæðis 1986–2000. Í Ferðamálaráði 1989–1993. Í bæjarstjórn Egilsstaða 1990–1998, forseti 1994–1998. Varamaður í tryggingaráði 1995–1999. Í stjórn Listskreytingasjóðs 1997–1999, í tóbaksvarnanefnd 1997–1999, í stjórn Krabbameinsfélags Íslands 1997–1999 og verkefnisstjórn Staðardagskrár 21 1998–2000. Í Þingvallanefnd 2010 og 2011–2013.

Alþingismaður Austurlands 1999–2003, alþingismaður Norðausturkjördæmis 2003–2013 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Varaþingmaður Austurlands mars 1992, október–nóvember 1993, nóvember 1994, nóvember 1995, október 1996, október–nóvember 1997 (Alþýðubandalag), nóvember 1998 (þingflokkur óháðra).

5. varaforseti Alþingis 2003–2007, 2. varaforseti Alþingis 2007–2013.

Formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs 2011.

Heilbrigðis- og trygginganefnd 1999–2007, landbúnaðarnefnd 1999–2003, heilbrigðisnefnd 2007–2011 (formaður 2009–2011), félags- og tryggingamálanefnd 2009, menntamálanefnd 2009 og 2011, fjárlaganefnd 2009–2011, umhverfisnefnd 2010, þingskapanefnd 2011–2013, allsherjar- og menntamálanefnd 2011–2012, umhverfis- og samgöngunefnd 2011–2012, velferðarnefnd 2012–2013, utanríkismálanefnd 2013.

Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 2007–2013 (formaður 2009–2013), Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 2011–2013 (formaður 2011–2013).

Æviágripi síðast breytt 7. mars 2024.

Áskriftir