Sigríður Ingvarsdóttir

Sigríður Ingvarsdóttir

Þingseta

Alþingismaður Norðurlands vestra 2001–2003 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Norðurlands vestra febrúar–mars 2000 og Norðvesturkjördæmis maí 2004 (Sjálfstæðisflokkur).

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd á Húsavík 15. maí 1965. Foreldrar: Ingvar Hólmgeirsson (fæddur 15. júní 1936) útgerðarmaður og kona hans Björg Gunnarsdóttir (fædd 11. janúar 1939, dáin 13. júlí 2000). Maki 1 (4. júlí 1992): Hermann Einarsson (fæddur 10. mars 1963) sölumaður. Þau skildu. Foreldrar: Einar Hermannsson og kona hans Margrét Jónasdóttir. Maki 2 (21. febrúar 2004): Daníel Gunnarsson (fæddur 7. júní 1955) lyfjafræðingur. Foreldrar: Gunnar Júlíusson og kona hans Anna Daníelsdóttir. Dætur Sigríðar og Hermanns: Marta Björg (1988), Halldóra (1996).

Stúdentspróf MA 1985. Skipstjórnarréttindi á 30 tonna skip. Stundaði fjarnám við KÍ 1994–1996 og 1998–1999. Í MBA-námi á viðskipta- og hagfræðibraut HÍ.

Sjómaður með námi til 1985. Starfsmaður Hafrannsóknastofnunar 1985–1986 og gestamóttöku Hótels Sögu 1985–1990. Kennari við Grunnskóla Siglufjarðar á árunum 1990–1999. Formaður Kennarafélags Siglufjarðar 1991–1996. Starfaði við umboðs- og verslunarfyrirtæki sitt 1992–1999. Fréttaritari Morgunblaðsins 1992–1999. Kynningarfulltrúi Olíuverslunar Íslands 1999–2001. Verkefnastjóri hjá Impru, Nýsköpunarmiðstöð á Iðntæknistofnun síðan 2003.

Í bæjarstjórn Siglufjarðar 1998–2000.

Alþingismaður Norðurlands vestra 2001–2003 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Norðurlands vestra febrúar–mars 2000 og Norðvesturkjördæmis maí 2004 (Sjálfstæðisflokkur).

Landbúnaðarnefnd 2001–2003, menntamálanefnd 2001–2003, samgöngunefnd 2001–2003.

Æviágripi síðast breytt 19. mars 2020.

Áskriftir