Bjarni Guðbjörnsson

Bjarni Guðbjörnsson

Þingseta

Alþingismaður Vestfirðinga 1967–1974 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Vestfirðinga mars–maí 1960, mars–maí 1966.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 29. nóvember 1912, dáinn 29. janúar 1999. Foreldrar: Guðbjörn Guðbrandsson (fæddur 9. júlí 1875, dáinn 26. júlí 1927) bókbandsmeistari þar og kona hans Jensína Jensdóttir (fædd 25. mars 1879, dáin 21. desember 1930) húsmóðir, föðursystir Ásgeirs Bjarnasonar alþingismanns. Maki (1. nóvember 1941): Gunnþórunn Björnsdóttir (fædd 14. nóvember 1919) húsmóðir. Foreldrar: Björn Kristjánsson alþingismaður og 2. kona hans Rannveig Gunnarsdóttir. Börn: Björn Ragnar (1943), Þórdís (1948), Gunnar Þór (1957).

Gagnfræðapróf Reykjavík 1930. Kennarapróf KÍ 1941. Starfsnám í Privatbanken í Kaupmannahöfn 1946 og Skandinaviska Banken í Stokkhólmi 1946–1947.

Bifreiðarstjóri í Reykjavík 1933–1939, strætisvagnsstjóri frá 1936. Starfsmaður Útvegsbankans í Reykjavík 1941–1950. Útibússtjóri Útvegsbankans á Ísafirði 1950–1973. Útibússtjóri Útvegsbankans í Kópavogi 1974–1975. Bankastjóri Útvegsbankans 1975–1983.

Norskur vararæðismaður á Ísafirði 1952–1974. Í bæjarstjórn Ísafjarðar 1955–1970, forseti bæjarstjórnar 1962–1966. Í stjórn Fiskveiðasjóðs Íslands 1975–1977. Í stjórn Iðnþróunarsjóðs 1979–1980. Í stjórn Þingmannasamtaka Norður-Atlantshafsríkjanna 1971–1974.

Alþingismaður Vestfirðinga 1967–1974 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Vestfirðinga mars–maí 1960, mars–maí 1966.

Æviágripi síðast breytt 23. október 2019.

Áskriftir