Bjarni Guðnason

Bjarni Guðnason

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1971–1974 (Samtök frjálslyndra og vinstri manna, utan flokka).

Landskjörinn varaþingmaður (Austurlands) apríl 1979, varaþingmaður Reykvíkinga maí 1984 og mars 1986 (Alþýðuflokkur).

2. varaforseti neðri deildar 1971–1974.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 3. september 1928, dáinn 27. október 2023. Foreldrar: Guðni Jónsson (fæddur 22. júlí 1901, dáinn 4. mars 1974) dr. phil., prófessor og 1. kona hans Jónína Margrét Pálsdóttir (fædd 4. apríl 1906, dáin 2. október 1936) húsmóðir. Maki (6. apríl 1955): Anna Guðrún Tryggvadóttir (fædd 14. júní 1927) húsmóðir. Foreldrar: Tryggvi Þórhallsson alþingismaður og ráðherra og kona hans Anna Klemensdóttir, dóttir Klemensar Jónssonar alþingismanns og ráðherra. Börn: Tryggvi (1955), Gerður (1958), Auður (1961), Unnur (1963).

Stúdentspróf MR 1948. Nám í ensku við háskólann í Lundúnum 1948–1949. Meistarapróf í íslenskum fræðum HÍ 1956. Dr. phil. Háskóla Íslands 1963.

Stundakennari við skóla í Reykjavík 1948–1955. Sendikennari í íslenskri tungu og bókmenntum við háskólann í Uppsölum 1956–1962. Kennari við Menntaskólann í Reykjavík 1962–1963, stundakennari 1964–1966. Prófessor í íslenskri bókmenntasögu við Háskóla Íslands 1963–1998.

Fyrsti formaður Félags háskólakennara 1969–1970. Í Norðurlandaráði 1971–1972. Sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1971. Formaður Frjálslynda flokksins 1973.

Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1971–1974 (Samtök frjálslyndra og vinstri manna, utan flokka).

Landskjörinn varaþingmaður (Austurlands) apríl 1979, varaþingmaður Reykvíkinga maí 1984 og mars 1986 (Alþýðuflokkur).

2. varaforseti neðri deildar 1971–1974.

Hefur ritað bækur og greinar um íslenskar fornbókmenntir og samið skáldsögu. Doktorsrit hans var um Skjöldungasögu. Gaf út Danakonunga sögur með rækilegum formála á vegum Hins íslenska fornritafélags.

Æviágripi síðast breytt 6. nóvember 2023.

Áskriftir