Björk Guðjónsdóttir

Björk Guðjónsdóttir

Þingseta

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2007–2009 (Sjálfstæðisflokkur).

Æviágrip

Fædd í Keflavík 16. janúar 1954. Foreldrar: Guðjón Ingiber Jóhannsson (fæddur 8. mars 1923, dáinn 21. desember 1989) skipstjóri og kona hans Stefanía Ólöf Pétursdóttir (fædd 9. september 1925). Maki: Otto Jörgensen (fæddur 11. júní 1947) flugvirki. Foreldrar: Gunnar Otto Winther Jörgensen og kona hans Freyja Árnadóttir. Dóttir: Júlía (1978).

Gagnfræðapróf Keflavík 1970.

Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar síðan 2002. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 2005–2007.

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2007–2009 (Sjálfstæðisflokkur).

Fjárlaganefnd 2007–2009, iðnaðarnefnd 2007–2009, viðskiptanefnd 2007–2009, menntamálanefnd 2009.

Æviágripi síðast breytt 30. janúar 2015.

Áskriftir