Steinunn Valdís Óskarsdóttir

Steinunn Valdís Óskarsdóttir

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2007–2010 (Samfylkingin).

3. varaforseti Alþingis 2009–2010.

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 7. apríl 1965. Foreldrar: Óskar Valdemarsson (fæddur 6. október 1917, dáinn 2. janúar 1998) húsasmiður og Aðalheiður Þorsteinsdóttir (fædd 27. júní 1926, dáin 13. mars 1978). Maki: Ólafur Grétar Haraldsson (fæddur 7. janúar 1965) hönnuður. Foreldrar.: Haraldur Ólafsson alþingismaður og Kristrún Auður Ólafsdóttir. Stjúpfaðir Ólafs er Skúli Pálsson. Dóttir: Kristrún Vala (1999).

Stúdentspróf MS 1986. BA-próf í sagnfræði HÍ 1992. Stundaði nám í opinberri stjórnsýslu við HÍ 2006–2007.

Starfsmaður launaskrifstofu fjármálaráðuneytisins 1986–1987. Starfaði á skrifstofu Kvenfélagasambands Íslands 1992–1996. Framkvæmdastjóri kvennaheimilisins Hallveigarstaða 1996–1998. Borgarstjóri í Reykjavík 2004–2006.

Formaður félags sagnfræðinema við HÍ 1989–1990. Í stúdentaráði Háskóla Íslands 1990–1992. Formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands 1991–1992. Í stjórn Félagsstofnunar stúdenta 1992–1994. Í borgarstjórn Reykjavíkur 1994–2007. Í byggingarnefnd Reykjavíkur 1994–1998. Formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur 1994–2002. Í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 1994–1999, formaður 1997–1999. Formaður jafnréttisnefndar Reykjavíkurborgar 1996–1998. Í miðborgarstjórn 1998–2002. Formaður samstarfsnefndar um lögreglumálefni 1998–2002. Í skipulags- og umferðarnefnd Reykjavíkur 1998–2002. Í stjórn Árvekni, verkefnisstjórnar um slysavarnir barna og ungmenna, 1998–2002. Annar varaforseti borgarstjórnar 1998–2002, fyrsti varaforseti 2002–2004. Í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur 1998–2004, varaformaður 2002–2004. Í stjórn Lánatryggingasjóðs kvenna 1998–2004. Í borgarráði 1998–2007. Formaður skipulags- og bygginganefndar Reykjavíkur 2002–2004. Í jafnréttisráði 2002–2004. Í samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendisins 2002–2004. Í dómnefnd um skipulag vegna tónlistar- og ráðstefnuhúss 2002–2004. Formaður borgarstjórnarflokks Reykjavíkurlistans 2002–2004. Í stjórn skipulagssjóðs Reykjavíkur 2002–2006, formaður hennar 2004–2006. Formaður stjórnar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2004–2006. Formaður almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins 2004–2006. Í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 2002–2007. Í stjórn Landsvirkjunar 2006–2007. Í stjórn Faxaflóahafna 2006–2008. Í framkvæmdaráði Reykjavíkur 2006–2007. Í stjórn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins 2006–2008. Í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar 2006–2008. Formaður kvennahreyfingar Samfylkingarinnar síðan 2007. Formaður dómnefndar um byggingu gestastofa í Vatnajökulsþjóðgarði 2008.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2007–2010 (Samfylkingin).

3. varaforseti Alþingis 2009–2010.

Fjárlaganefnd 2007–2009, samgöngunefnd (formaður) 2007–2009, 2009–2010, sérnefnd um stjórnarskrármál 2007 og 2009 (fyrri), félags- og tryggingamálanefnd 2009, allsherjarnefnd (formaður) 2009–2010, umhverfisnefnd 2009, viðskiptanefnd 2009–2010.

Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 2009–2010.

Æviágripi síðast breytt 16. júní 2015.

Áskriftir