Guðmundur Árni Stefánsson

Guðmundur Árni Stefánsson

Þingseta

Alþingismaður Reyknesinga 1993–2003 (Alþýðuflokkur, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin), alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2003–2005 (Samfylkingin).

Varaþingmaður Reyknesinga október 1991, janúar 1993.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1993–1994, félagsmálaráðherra 1994.

4. varaforseti Alþingis 1995–1999. 1. varaforseti Alþingis 1999–2005.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Hafnarfirði 31. október 1955. Foreldrar: Stefán Gunnlaugsson (fæddur 16. desember 1925) skrifstofustjóri og alþingismaður og kona hans Margrét Guðmundsdóttir (fædd 18. júlí 1927, dáin 13. mars 2013) dómritari. Bróðir Gunnlaugs Stefánssonar alþingismanns, hálfbróðir Finns Torfa Stefánssonar alþingismanns. Maki (26. mars 1977): Jóna Dóra Karlsdóttir (fædd 1. janúar 1956) húsmóðir. Foreldrar: Karl Finnbogason og kona hans Ragnhildur Jónsdóttir. Börn: Fannar Karl (fæddur 1976, dáinn 1985), Brynjar Freyr (fæddur 1980, dáinn 1985), Margrét Hildur (1981), Heimir Snær (1984), Fannar Freyr (1986), Brynjar Ásgeir (1992).

Stúdentspróf Flensborgarskóla 1975. Nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands 1978–1980.

Blaðamaður við Alþýðublaðið 1975–1976. Lögreglumaður í Reykjavík 1976–1979. Blaðamaður við Helgarpóstinn 1979–1981. Ritstjórnarfulltrúi við Alþýðublaðið 1981–1982. Ritstjóri Alþýðublaðsins 1982–1985. Þáttagerð í útvarpi 1975–1986. Fjölmiðlaráðgjöf og lausamennska við dagblöð og ljósvakamiðla 1985–1986. Ritstjóri blaðs fangahjálparinnar Verndar 1980–1986. Bæjarstjóri í Hafnarfirði 1986–1993. Skipaður 14. júní 1993 heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, lausn 23. júní 1994. Skipaður félagsmálaráðherra 23. júní 1994, lausn 11. nóvember 1994.

Varaformaður Alþýðuflokksins 1994–1996 og síðan 1999. Í æskulýðsráði Hafnarfjarðar 1978–1982. Í stjórn fangahjálparinnar Verndar 1980–1990. Í stjórn Sambands ungra jafnaðarmanna á Norðurlöndum 1980–1986. Bæjarfulltrúi í Hafnarfirði 1982–1994. Í stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar 1982–1986. Formaður stjórnar Brunamálastofnunar ríkisins 1990–1993. Í stjórn Landsvirkjunar 1991–1993.

Alþingismaður Reyknesinga 1993–2003 (Alþýðuflokkur, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin), alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2003–2005 (Samfylkingin).

Varaþingmaður Reyknesinga október 1991, janúar 1993.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1993–1994, félagsmálaráðherra 1994.

4. varaforseti Alþingis 1995–1999. 1. varaforseti Alþingis 1999–2005.

Utanríkismálanefnd 1994–1995 og 2003–2005, allsherjarnefnd 1994–1995, efnahags- og viðskiptanefnd 1994–1995, sérnefnd um stjórnarskrármál 1994–1995, 1999–2003 og 2004, samgöngunefnd 1995–1999, iðnaðarnefnd 1995–1996, landbúnaðarnefnd 1999–2001.

Íslandsdeild Norðurlandaráðs 1995–1997, Íslandsdeild NATO-þingsins 1997–2005 (form. 2005).

Höfundur þriggja viðtalsbóka (1983, 1985, 1995).

Ritstjóri: Alþýðublaðið (1982–1985).

Æviágripi síðast breytt 23. september 2019.

Áskriftir