Bjarni Snæbjörnsson

Bjarni Snæbjörnsson

Þingseta

Alþingismaður Hafnfirðinga 1931–1934 og 1937–1942 (Sjálfstæðisflokkur).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 8. mars 1889, dáinn 24. ágúst 1970. Foreldrar: Snæbjörn Jakobsson (fæddur 26. mars 1863, dáinn 14. ágúst 1945) múrari þar og kona hans Málfríður Júlía Bjarnadóttir (fædd 25. júlí 1863, dáin 27. júní 1951) húsmóðir. Maki (19. nóvember 1921): Helga Jónasdóttir (fædd 21. desember 1894, dáin 2. júní 1989) húsmóðir. Foreldrar: Jónas Þorvarðsson og kona hans Guðný Jónsdóttir. Börn: Jónas (1922), Snæbjörn (1924), Málfríður (1925), Bjarni (1926), Kristjana (1928).

Stúdentspróf MR 1909. Læknisfræðipróf HÍ 1914. Framhaldsnám í sjúkrahúsum í Danmörku 1915–1917. Námsför til Kaupmannahafnar 1926.

Gegndi Patreksfjarðarhéraði 1914–1915. Starfandi læknir í Hafnarfirði frá 1917 til æviloka. Settur héraðslæknir þar 1941–1942 og 1947. Jafnframt yfirlæknir við St. Jósepsspítalann þar 1933–1956.

Í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 1923–1926, 1931–1938 og 1942–1947. Átti sæti í landsbankanefnd 1944–1957, formaður stjórnar Sparisjóðs Hafnarfjarðar 1958–1965.

Alþingismaður Hafnfirðinga 1931–1934 og 1937–1942 (Sjálfstæðisflokkur).

Æviágripi síðast breytt 1. apríl 2015.

Áskriftir