Helga Sigrún Harðardóttir

Helga Sigrún Harðardóttir

Þingseta

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2008–2009 (Framsóknarflokkur).

Æviágrip

Fædd í Keflavík 12. desember 1969. Foreldrar: Hörður Karlsson (fæddur 18. júlí 1942) leigubílstjóri og kona hans Anna Sigurðardóttir (fædd 5. ágúst 1945) starfsmaður á leikskóla. Maki: Gunnlaugur Kristjánsson (f. 14. janúar 1956, dáinn 2. september 2015) forstjóri Björgunar. Foreldrar: Kristján Bjarnason og kona hans Mekkín Guðnadóttir. Dóttir Helgu Sigrúnar og Sigurbjörns Ragnarssonar: Íris Ösp (1986). Stjúpsonur, sonur Gunnlaugs: Logi (1975).

Stúdentspróf Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1989. B.Ed.-próf KHÍ 1993. Diplóma í náms- og starfsráðgjöf HÍ 1994. Meistaragráða í mannauðs- og samskiptastjórnun frá Oklahoma University 2002. Laganám HR síðan 2008.

Námsráðgjafi við Árbæjarskóla 1994–1997. Dagskrárgerð hjá Fínum miðli 1997–1999. Atvinnuráðgjafi á markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar 2000–2002. Verkefnastjóri hjá Iðntæknistofnun 2002–2005. Skrifstofustjóri þingflokks framsóknarmanna 2005–2008.

Í stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar 2001–2005. Í stjórn Fríhafnarinnar ehf. 2005–2007. Formaður nefndar um endurskoðun lánatryggingasjóðs kvenna 2006.

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2008–2009 (Framsóknarflokkur).

Félags- og tryggingamálanefnd 2008–2009, samgöngunefnd 2008–2009.

Æviágripi síðast breytt 16. janúar 2017.