Björn Pétursson

Björn Pétursson

Þingseta

Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1859–1869 og 1873 (varaþingmaður), kosinn 1859, en kom ekki á þing það ár.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Eiðum 2. ágúst 1826, dáinn í Winnipeg 25. september 1893. Foreldrar: Pétur Jónsson (fæddur 7. mars 1802, dáinn 24. júní 1883) prestur í Berufirði og 1. kona hans Anna Björnsdóttir (fædd 1801, dáin 18. febrúar 1865) húsmóðir. Föðurbróðir Björns og Halldórs Stefánssona alþingismanna. Maki 1 (2. október 1850): Ólavía Ólafsdóttir (fædd 16. nóvember 1825, dáin 6. desember 1884) húsmóðir. Foreldrar: Ólafur Indriðason og 1. kona hans Jórunn Einarsdóttir. Systir Páls Ólafssonar alþingismanns og hálfsystir Jóns Ólafssonar alþingismanns. Maki 2: J. E. McCane, af írskum ættum. Börn Björns og Ólavíu: Anna (1852), Páll (1853), Pétur (1856), Pétur (1858), Sigrún (1860), Bergljót (1862), Þórunn (1864), Halldóra (1865), Ólafur (1869). Sonur Björns utan hjónabands: Sveinn (um 1862).

    Gekk í Lærða skólann í Reykjavík um hríð, en lauk ekki prófi.

    Bóndi í Jórvík 1851–1853, á Surtsstöðum 1853–1858, á Valþjófsstað 1858–1862, á Gíslastöðum 1862–1871 og á Hallfreðarstöðum 1871–1876. Fór þá til Vesturheims, var fyrst í Nýja-Íslandi, svo um skeið í Norður-Dakota og loks í Winnipeg til æviloka. Gerðist únitaraprestur og stofnaði hinn fyrsta únitarasöfnuð meðal Íslendinga í Vesturheimi.

    Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1859–1869 og 1873 (varaþingmaður), kosinn 1859, en kom ekki á þing það ár.

    Æviágripi síðast breytt 9. apríl 2015.

    Áskriftir