Þóra Hjaltadóttir

Þingseta

Varaþingmaður Norðurlands eystra desember 1989 (Framsóknarflokkur).

Æviágrip

Fædd á Melstað í Miðfirði 18. maí 1951. Foreldrar: Hjalti Jósefsson bóndi og kona hans Pálína Ragnhildur Benediktsdóttir húsmóðir, systir Guðrúnar Benediktsdóttur varaþingmanns og systurdóttir Skúla Guðmundssonar, alþingismanns og ráðherra.

Skrifstofumaður.

Varaþingmaður Norðurlands eystra desember 1989 (Framsóknarflokkur).

Æviágripi síðast breytt 16. febrúar 2015.