Gísli Rafn Ólafsson

Fjárhagslegir hagsmunir og trúnaðarstörf utan þings

Launuð störf og tekjumyndandi starfsemi

1) Launuð stjórnarseta í einkareknum eða opinberum félögum. Staða og félag skulu skráð.

  • Engin

2) Launað starf eða verkefni (annað en launuð þingmannsstörf). Starfsheiti og nafn vinnuveitanda/verkkaupa skulu skráð.

  • Háskólinn á Bifröst - stundakennsla í áfallastjórnun - haustönn 2021
  • Háskóli Íslands - gestafyrirlesari - haustönn 2021
  • Amazon - höfundalaun - fæ greiddar sölutekjur af sölu bókarinnar The Crisis Leader/Leiðtogi á neyðarstund sem ég skrifaði og gaf út árið 2014
  • Icelandic Startups - ráðgjafi/mentor - fæ greitt fyrir ráðgjöf til 3 frumkvöðlafyrirtækja sem fengu styrk frá Tækniþróunarsjóð vorið 2021

3) Starfsemi sem er rekin samhliða starfi alþingismanns og er tekjumyndandi fyrir hann eða félag sem hann á sjálfur eða er meðeigandi í. Skráð er tegund starfsemi.

  • Griðland ehf - ráðgjafafyrirtæki að 50% í eigu alþingismanns og 50% í eigu eiginkonu hans

Fjárhagslegur stuðningur, gjafir, utanlandsferðir og eftirgjöf skulda

4) Fjárframlag eða annar fjárhagslegur stuðningur frá innlendum og erlendum lögaðilum og einstaklingum, þ.á m. stuðningur í formi skrifstofuaðstöðu eða hliðstæðrar þjónustu, sem fellur utan þess stuðnings sem Alþingi eða flokkur þingmannsins lætur í té, og verðgildi stuðningsins nemur meira en 50 þús. krónum á ári. Enn fremur er skráður fjárhagslegur stuðningur í formi afsláttar af markaðsverði og annars konar ívilnunar að verðgildi meira en 50 þús. krónur sem ætla má að sé veittur vegna setu á Alþingi. Upphæðir fjárframlaga umfram 700 þúsund kr. skulu tilgreindar. Berist þingmanni fleiri en ein greiðsla frá sama aðila sem eru samtals umfram 700 þúsund kr. á einu almanaksári skulu upphæðir þeirra greiðslna einnig tilgreindar. Skráð er hver veitir stuðninginn og hvers eðlis hann er.

  • Engin

5) Gjöf frá innlendum og erlendum lögaðilum og einstaklingum þegar áætla verður verðmæti hennar yfir 50 þús. krónum og ætla má að gjöfin sé veitt út af setu á Alþingi. Skrá skal nafn þess sem gefur, tilefni gjafar, hvers kyns hún er og hvenær hún er látin í té.

  • Engar

6) Ferðir og heimsóknir innan lands og utan sem geta tengst setu á Alþingi og útgjöldin eru ekki að öllu leyti greidd af ríkissjóði, flokki þingmannsins eða þingmanninum sjálfum. Skrá skal hver stóð undir útgjöldum ferðar, tímabil hennar ásamt nafni áfangastaða.

  • Boð á ráðstefnuna “Arctic Circle” í Reykjavík, 14.-17. Október 2021. Þátttökugjald fellt niður fyrir alla alþingismenn.
  • Boð á ráðstefnuna "Arctic Circle" í Reykjavík, 13-16. Október 2022. Þátttökugjald fellt niður fyrir alla alþingismenn.
  • Boð á ráðstefnuna "Psychedelics "as Medicine" í Reykjavík 12.-13. Janúar 2023. Þátttökugjald fellt niður fyrir alla alþingismenn.
  • Boð um að halda upphafsfyrirlestur á ráðstefnunni "Know Your Hazard" í Luxembourg 26.-28. október 2022. Ferðakostnaður og uppihald greitt af European Investment Bank Institute.

7) Eftirgjöf eftirstöðva skulda og ívilnandi breytingar á skilmálum samnings við lánardrottinn. Skrá skal lánardrottinn og eðli samningsins.

  • Engar

Eignir

8) Fasteign, sem er að einum þriðja eða meira í eigu alþingismanns eða félags sem hann á fjórðungshlut í eða meira. Ekki skal skrá íbúðarhúsnæði eða sumarhús til eigin nota fyrir alþingismann og fjölskyldu hans og lóðarréttindi undir slíkt húsnæði. Skráð er heiti landareignar og staðsetning fasteignar.

  • Engin

9) Heiti félags eða sparisjóðs, sem alþingismaður á hlut í sem fer yfir einhver eftirtalinna viðmiða:

  1. Verðmæti hlutar nemur að markaðsvirði meira en einni milljón króna miðað við 31. desember ár hvert.
  2. Hlutur nemur 1% eða meira í félagi eða sparisjóði þar sem eignir í árslok eru 230 millj.kr. eða meira eða rekstrartekjur 460 millj. kr. eða meira.
  3. Hlutur nemur 25% eða meira af hlutafé eða stofnfé félags eða sparisjóðs.

  • Þingmaður á 50% hlut í einkahlutafélaginu Griðland ehf á móti eiginkonu sinni. Griðland ehf hefur verið rekið sem ráðgjafafyrirtæki og er nú að mestu í dvala.

10) Heiti sjálfseignarstofnunar í atvinnurekstri, sbr. 3. gr. laga nr. 33/1999, um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur, sem alþingismaður á hlut í og fer yfir einhver þeirra viðmiða sem talin eru í a.-c. 9. tölulið.

  • Ekkert

Skuldir

11) Skuldir, sjálfskuldarábyrgðir og aðrar ábyrgðir, sem tengdar eru rekstri fasteignar eða atvinnurekstri félaga, sparisjóða eða sjálfseignarstofnana, sbr. 8.-10. tölul. Skrá skal skuldir og ábyrgðir sem eru hærri en þingfararkaup. Ekki skal skrá fjárhæð skuldar eða skuldir eða ábyrgðir sem stofnað er til í öðrum tilgangi, svo sem vegna kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða, bifreið til eigin nota, námslána eða annarra ráðstafana sem ekki tengjast atvinnurekstri. Jafnframt skal skrá tegund skuldar eða ábyrgðar og skuldareiganda.

  • Engar

Samkomulag við fyrrverandi eða verðandi vinnuveitanda

12) Samkomulag við fyrrverandi vinnuveitanda sem er fjárhagslegs eðlis, þar á meðal samkomulag um orlof, launalaust leyfi, áframhaldandi launagreiðslur eða fríðindi, lífeyrisréttindi og ámóta meðan setið er á þingi. Skrá skal gerð samkomulags og nafn vinnuveitanda.

  • Háskólinn á Bifröst - umsjón með námskeiðinu VRK1 - Æfingar og verkefni í Áfallastjórnun - haustið 2021. Gestakennari haustið 2022.
    Háskóli Íslands - gestafyrirlesari í námskeiðinu Coping With Disasters - haustið 2021 og haustið 2022.
    Icelandic Startups - leibeinandi frumkvöðlafyrirtækja i DAFNA verkefninu - haustið 2021 og síðar.
    KLAK Icelandic Startups - leiðbeinandi frumkvöðlafyrirtækja (mentor) - frá 2015 og síðar.

13) Samkomulag um ráðningu við framtíðarvinnuveitanda, óháð því að ráðningin taki fyrst gildi eftir að þingmaður hverfur af þingi. Skrá skal gerð samkomulags og nafn vinnuveitanda.

  • Ekkert

Trúnaðarstörf

14) Skrá skal upplýsingar um stjórnarsetu og önnur trúnaðarstörf fyrir hagsmunasamtök, opinberar stofnanir, sveitarfélög og félög önnur en stjórnmálaflokka óháð því hvort þessi störf eru launuð. Skrá skal nafn félags, hagsmunasamtaka, stofnunar eða sveitarfélags og eðli trúnaðarstarfs.

  • Núverandi trúnaðarstörf:
  • Björgunarsveit Hafnarfjarðar - almennur meðlimur - ólaunað
  • KLAK Icelandic Startups - leiðbeinandi (mentor) frá 2014 - ólaunað
  • Antler East Africa - ráðgjafi (advisor) frá 2019 -2021 - ólaunað
  • WeRobotics Inc - ráðgjafi (advisor) frá 2020 - ólaunað
  • NetHope - ráðgjafi (advisor) frá 2022 - ólaunað
  • Fyrrum trúnaðarstörf:
  • Varamaður í stjórn Rauða krossins á Íslandi frá 2018-202 - ólaunað
  • Stjórnarmaður í Information Systems for Crisis Response And Management (ISCRAM) frá 2013-2016 - ólaunað
  • Meðlimur Svæðisstjórnar Björgunarsveitar á Höfuðborgarsvæðinu 2001-2007 og 2018-2019 - ólaunað
  • Meðlimur Landsstjórnar Björgunarsveita frá 2007-2010 - ólaunað
  • Stjórnandi Íslensku Alþjóðabjörgunarveitarinnar 2005-2010 - ólaunað
  • Fulltrúi Íslands í United Nations Disaster Assessment and Coordination Team (UNDAC) frá 2005-2012 - ólaunað

Síðast breytt 27. janúar 2023