138. löggjafarþing — 2. fundur,  5. október 2009.

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar, október 2009:

Í eftirfarandi skrá er getið um þau lagafrumvörp sem unnið er að í einstökum ráðuneytum og áformað er að flytja á 138. löggjafarþingi. Flutt kunna að verða fleiri frumvörp en getið er og atvik geta hindrað flutning einstakra frumvarpa. Jafnframt eru taldar upp tillögur til þingsályktunar sem ætlunin er að flytja.


Forsætisráðherra:
  1. Frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur. (Haust.)
  2. Frumvarp til laga um stjórnlagaþing. (Haust.)
  3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. (Haust.)
  4. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna tilflutnings verkefna innan Stjórnarráðs Íslands. (Haust.)
  5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands. (Haust.)
  6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið. (Haust.)
  7. Frumvarp til laga um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á vist- og meðferðarheimilum fyrir börn. (Haust.)
  8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinberar eftirlitsreglur. (Vor.)
  9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands og lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. (Vor.)
  10. Frumvarp til laga um breytingar á upplýsingalögum. (Vor.)
  11. Tillaga til þingsályktunar um sóknaráætlun fyrir Ísland fram til 2020. (Haust.)

Forsætis- og dómsmálaráðherra:
  1. Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum. (Haust.)
  2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu. (Haust.)
  3. Frumvarp til laga um handtöku og afhendingu manna milli Norðurlandanna vegna refsiverðra verknaða. (Haust.)
  4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum. (Haust.)
  5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um dómstóla. (Haust.)
  6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna. (Haust.)
  7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis. (Haust.)
  8. Frumvarp til laga um breytingu á skaðabótalögum. (Haust.)
  9. Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum. (Haust.)
  10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála. (Haust.)
  11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fullnustu refsinga. (Haust.)
  12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um gjaldþrotaskipti. (Haust.)
  13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um aðför. (Haust.)
  14. Frumvarp til laga um breytingu á lögreglulögum. (Haust.)
  15. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um framkvæmdarvald ríkisins í héraði. (Haust.)
  16. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga. (Haust.)
  17. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað. (Haust.)
  18. Frumvarp til þjóðkirkjulaga. (Haust.)
  19. Breyting á lögum um skráð trúfélög. (Vor.)
  20. Frumvarp til laga um lögleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. (Vor.)
  21. Frumvarp til nýrra laga um Lugano-samninginn. (Vor.)
  22. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um happdrætti. (Vor.)
  23. Frumvarp til vopnalaga. (Vor.)
  24. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. (Vor.)
  25. Breyting á almennum hegningarlögum. (Vor.)

Efnahags- og viðskiptaráðherra:
  1. Frumvarp til laga um vátryggingastarfsemi. (Haust.)
  2. Frumvarp til laga um ökutækjatryggingar og skaðabótaábyrgð vegna ökutækja. (Haust.)
  3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki. (Haust.)
  4. Frumvarp til laga um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. (Haust.)
  5. Frumvarp til laga um innstæðutryggingar. (Haust.)
  6. Frumvarp til laga um greiðsluþjónustu. (Haust.)
  7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. (Haust.)
  8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. (Haust.)
  9. Frumvarp til laga um neytendalán. (Haust.)
  10. Frumvarp til laga um þjónustuviðskipti. (Haust.)
  11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög (eignarhald, kynjahlutföll og starfandi stjórnarformenn). (Haust.)
  12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vörumerki. (Haust.)
  13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um samvinnufélög. (Haust.)
  14. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög. (Haust.)
  15. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög (réttindi hluthafa). (Haust.)
  16. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ársreikninga. (Haust.)
  17. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um bókhald. (Haust.)
  18. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um rafræna eignarskráningu verðbréfa. (Haust.)
  19. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnissviði efnahags- og viðskiptaráðuneytis. (Haust.)
  20. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vörumerki. (Vor.)
  21. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um brunatryggingar. (Vor.)
  22. Frumvarp til laga um náttúruhamfaratryggingu (viðlagatryggingu). (Vor.)

Félags- og tryggingamálaráðherra:
  1. Frumvarp til laga um aðgerðir til að taka á skuldavanda heimilanna. (Haust.)
  2. Frumvarp til laga um Íbúðalánasjóð. (Haust.)
  3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar. (Haust.)
  4. Frumvarp til laga um eftirlit á vinnustöðum og vinnustaðaskilríki. (Haust.)
  5. Frumvarp til laga um sameiningu stofnana á sviði almannatrygginga og vinnumála. (Haust.)
  6. Frumvarp til laga um sjálfstætt eftirlit á sviði velferðarþjónustu. (Haust.)
  7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um eftirlaun til aldraðra. (Haust.)
  8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagslega aðstoð. (Haust.)
  9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. (Haust.)
  10. Frumvarp til laga um Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. (Haust.)
  11. Endurskoðun á barnaverndarlögum. (Haust.)
  12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra. (Haust.)
  13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni fatlaðra. (Haust.)
  14. Frumvarp til laga um barnatryggingar. (Haust.)
  15. Skýrsla félags- og tryggingamálaráðherra um vinnu Velferðarvaktarinnar. (Haust.)
  16. Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum (Vor.)
  17. Frumvarp til laga um aðlögun innflytjenda. (Vor.)
  18. Frumvarp til laga um jafna meðferð fólks á vinnumarkaði án tillits til kynþáttar eða þjóðernis, trúar eða trúarskoðana, fötlunar/örorku, aldurs eða kynhneigðar. (Vor.)
  19. Frumvarp til laga um almannatryggingar. (Vor.)
  20. Endurskoðun á lögum um málefni fatlaðra. (Vor.)

Fjármála- og efnahagsráðherra:
  1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt. (Haust.)
  2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. (Haust.)
  3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur. (Haust.)
  4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt. (Haust.)
  5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vörugjald. (Haust.)
  6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um gjald af áfengi og tóbaki. (Haust.)
  7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um olíugjald og kílómetragjald. (Haust.)
  8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. (Haust.)
  9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um bifreiðagjald. (Haust.)
  10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tryggingagjald. (Haust.)
  11. Frumvarp til laga um orku-, umhverfis- og auðlindagjald. (Haust.)
  12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt. (Haust.)
  13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almennu lífeyrissjóðalögin. (Haust.)
  14. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stimpilgjald. (Haust.)
  15. Frumvarp til laga um kolefnisskatt. (Haust.)
  16. Frumvarp til laga um stuðning vegna nýsköpunarfyrirtækja. (Haust.)
  17. Frumvarp til laga um komu- og gistináttaskatt. (Haust.)
  18. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. (Haust.)
  19. Frumvarp til laga um fasteignir ríkissjóðs. (Haust.)
  20. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt. (Haust.)

Heilbrigðisráðherra:
  1. Frumvarp til laga um heilbrigðisstarfsmenn. (Haust.)
  2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um dánarvottorð, krufningar o.fl. (Haust.)
  3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna. (Vor.)
  4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar. (Vor.)
  5. Frumvarp til laga um slysatryggingar. (Vor.)
  6. Frumvarp til laga um breytingu á lyfjalögum. (Vor.)
  7. Frumvarp til laga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. (Vor.)

Iðnaðarráðherra:
  1. Frumvarp til laga um rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. (Haust.)
  2. Tillaga til þingsályktunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. (Vor.)
  3. Frumvarp til vatnalaga. (Haust.)
  4. Frumvarp til laga um breytingar á raforkulögum. (Haust.)
  5. Skýrsla iðnaðarráðherra um raforkumálefni. (Haust.)
  6. Frumvarp til laga um breytingar á sérlögum um orkufyrirtæki. (Haust.)
  7. Frumvarp til laga um hitaveitur. (Vor.)
  8. Frumvarp til laga um heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ. (Haust.)
  9. Frumvarp til laga um ívilnanir vegna fjárfestinga á Íslandi. (Vor.)
  10. Tillaga til þingsályktunar um stefnu í byggðamálum fyrir árin 2010–2013. (Haust.)
  11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um heimild til samninga um álver í Helguvík. (Haust.)
  12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skipulag ferðamála. (Haust.)

Mennta- og menningarmálaráðherra:
  1. Frumvarp til laga um fjölmiðla. (Haust.)
  2. Frumvarp til laga um framhaldsfræðslu. (Haust.)
  3. Frumvarp til laga um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfsréttinda. (Haust.)
  4. Frumvarp til laga um menningarminjar. (Haust.)
  5. Frumvarp til safnalaga. (Haust.)
  6. Frumvarp til laga um skil á menningarverðmætum til annarra landa. (Haust.)
  7. Frumvarp til laga um Þjóðminjasafn Íslands. (Haust.)
  8. Frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum. (Haust.)
  9. Frumvarp til laga um tónlistarfræðslu. (Vor.)

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra:
  1. Frumvarp til laga um rannsókn samgönguslysa. (Haust.)
  2. Frumvarp til laga um endurskoðun laga um flugmálaáætlun og fjáröflun til framkvæmda í flugmálum. (Haust.)
  3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Siglingastofnun. (Haust.)
  4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vitamál. (Haust.)
  5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um flutningasamninga og ábyrgð við vöruflutninga á landi. (Haust.)
  6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti. (Haust.)
  7. Frumvarp til laga um landslénið .is. (Haust.)
  8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga. (Haust.)
  9. Frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum. (Vor.)
  10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um samgönguáætlun. (Vor.)
  11. Frumvarp til laga um endurskoðun loftferðalaga. (Vor.)
  12. Frumvarp til laga um endurskoðun siglingalaga. (Vor.)
  13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um leigubifreiðar. (Vor.)
  14. Frumvarp til laga um skip. (Vor.)
  15. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráningu og þinglýsingu skipa. (Vor.)
  16. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa. (Vor.)
  17. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lögskráningu sjómanna. (Vor.)
  18. Frumvarp til laga um tíðniúthlutanir. (Vor.)
  19. Frumvarp til laga um póstþjónustu. (Vor.)

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:
  1. Frumvarp til laga um hvali. (Haust.)
  2. Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna endurskoðunar á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn og innleiðingar á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 178/2002 frá 28. janúar 2002 auk afleiddra gerða. (Haust.)
  3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða. (Haust.)
  4. Frumvarp til laga um um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. (Haust.)
  5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um innflutning dýra. (Haust.)
  6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði. (Haust.)
  7. Frumvarp til laga um breytingar á jarðalögum og ábúðarlögum. (Vor.)

Umhverfis- og auðlindaráðherra:
  1. Frumvarp til skipulagslaga. (Haust.)
  2. Frumvarp til laga um mannvirki. (Haust.)
  3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um brunavarnir. (Haust.)
  4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um erfðabreyttar lífverur. (Haust.)
  5. Frumvarp til laga vegna innleiðingar á INSPIRE-tilskipun EB. (Haust.)
  6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um úrvinnslugjald. (Haust.)
  7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs, og lögum um úrvinnslugjald. (Haust.)
  8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum. (Haust.)
  9. Frumvarp til laga um umhverfisábyrgð. (Haust.)
  10. Frumvarp til laga um stjórn vatnsmála. (Vor.)
  11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. (Vor.)
  12. Frumvarp til laga um efni og efnavöru. (Vor.)
  13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda. (Vor.)
  14. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. (Vor.)
  15. Tillaga til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2009–2013. (Vor.)

Utanríkisráðherra:
  1. Frumvarp til laga um Íslandsstofu. (Haust.)
  2. Frumvarp til laga um eftirlit með hlutum og þjónustu sem hafa hernaðarlega þýðingu. (Haust.)
  3. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Evrópusamnings um aðgerðir gegn mansali.
  4. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu bókunar við Palermo-samning gegn fjölþjóðlegri skipulagðri glæpastarfsemi, um að koma í veg fyrir og refsa fyrir mansal, einkum á konum og börnum.
  5. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Evrópusamnings um að koma í veg fyrir hryðjuverk.
  6. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu kjörfrjálsrar bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.
  7. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu.
  8. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Evrópusamnings gegn spillingu á sviði einkamálaréttar.
  9. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Lugano-samnings um dómsvald og fullnustu dóma í einkamálum.
  10. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna um að stuðla að fylgni fiskiskipa á úthafinu við alþjóðlegar verndunar- og stjórnunarráðstafanir.
  11. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samnings milli ríkisstjórnar Íslands og ríkisstjórnar Noregs um kolvetnisauðlindir beggja vegna markalína.
  12. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samkomulags um breytingar á samningi um framtíðarsamvinnu ríkja varðandi fiskveiðar á Norðaustur-Atlantshafi (NEAFC-samningnum).
  13. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings um réttindi fatlaðra.
  14. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2009.
  15. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2009.
  16. Gert er ráð fyrir að lagðar verði fram tillögur til þingsályktunar um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar sem fela í sér breytingar á viðaukum og bókunum við EES-samninginn.
  17. Gert er ráð fyrir að lagðar verði fram tillögur til þingsályktunar um staðfestingu væntanlegra fiskveiðisamninga vegna ársins 2010, m.a. samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum og samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu.