143. löggjafarþing — 50. fundur,  15. janúar 2014.

Endurskoðuð áætlun um framlagningu þingmála vetrar- og vorþing 2014.

Á skránni eru m.a. þingmál sem lögð verða fram til kynningar.


Forsætisráðherra:
  1. Frumvarp til laga um aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni. Er til meðferðar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
  2. Frumvarp til laga um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993 (þagnarskylda). Ekki síðar en 28.2.2014.
  3. Frumvarp til laga um breytingar á upplýsingalögum, nr. 140/2012 (birting upplýsinga að frumkvæði stjórnvalda). Ekki síðar en 28.2.2014.
  4. Frumvarp til laga um sérstök verndarsvæði í byggð. Ekki síðar en 28.2.2014.
  5. Frumvarp til laga um hamfarasjóð. Ekki síðar en 28.2.2014.
  6. Frumvarp til laga um framkvæmd höfuðstólsleiðréttinga verðtryggðra húsnæðislána. Ekki síðar en 28.2.2014.
  7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998 (framlenging starfstíma óbyggðanefndar). Ekki síðar en 28.2.2014.
  8. Skýrsla forsætisráðherra um starf samhæfingarnefndar um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna. Var lögð fram 19.12.2013.
  9. Skýrsla forsætisráðherra um framkvæmd þingsályktana frá árinu 2012. Var lögð fram 5.11.2013.
  10. Skýrsla forsætisráðherra um málefni þjóðlendna. Ekki síðar en 31.3.2014.

Félags- og húsnæðismálaráðherra:
  1. Frumvarp til laga um lögfestingu Norðurlandasamnings um almannatryggingar. Samþykkt sem lög frá Alþingi.
  2. Frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002 (rekstur heimila fyrir börn). Samþykkt sem lög frá Alþingi.
  3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra (stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra). Samþykkt sem lög frá Alþingi.
  4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 100/2007, um almannatryggingar (eftirlitsheimildir). Bíður 2. umræðu.
  5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla (vörukaup, þjónusta). Er til meðferðar í allsherjar- og menntamálanefnd.
  6. Frumvarp til laga um greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta. Er til meðferðar í allsherjar- og menntamálanefnd.
  7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 61/1999, um evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum. Ekki síðar en 28.2.2014.
  8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002, og lögum um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins, nr. 47/1993. Ekki síðar en 28.2.2014.
  9. Frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði. Ekki síðar en 28.2.2014.
  10. Frumvarp til laga um jafna meðferð óháð kynþætti eða þjóðernisuppruna. Ekki síðar en 28.2.2014.
  11. Frumvarp til laga um stjórnsýslu á sviði jafnréttismála. Ekki síðar en 28.2.2014.
  12. Frumvarp til laga um úrskurðarnefnd velferðarmála. Ekki síðar en 28.2.2014.
  13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Innleiðing. Ekki síðar en 28.2.2014.
  14. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga. Ekki síðar en 28.2.2014.
  15. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 138/1997, um húsaleigubætur. Ekki síðar en 28.2.2014.
  16. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 100/2007, um almannatryggingar (almennar reglur um stjórnsýslu, málsmeðferð og framkvæmd). Ekki síðar en 28.2.2014.
  17. Tillaga til þingsályktunar um stefnu í málefnum barna og fjölskyldna þeirra. Ekki síðar en 31.3.2014.
  18. Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda. Ekki síðar en 31.3.2014.
  19. Frumvarp til laga um húsnæðismál. Ekki síðar en 31.3.2014.
  20. Frumvarp til laga um sameiningu þjónustustofnana fyrir fatlaða. Ekki síðar en 31.3.2014.
  21. Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára. Ekki síðar en 31.3.2014.

Fjármála- og efnahagsráðherra:
  1. Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2014. Samþykkt sem lög frá Alþingi.
  2. Frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2013. Samþykkt sem lög frá Alþingi.
  3. Frumvarp til laga um tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014. Samþykkt sem lög frá Alþingi.
  4. Frumvarp til laga um ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014. Samþykkt sem lög frá Alþingi.
  5. Frumvarp til laga um stimpilgjald. Samþykkt sem lög frá Alþingi.
  6. Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs. Samþykkt sem lög frá Alþingi.
  7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 42/1983, um Landsvirkjun. Samþykkt sem lög frá Alþingi.
  8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Samþykkt sem lög frá Alþingi.
  9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt. Samþykkt sem lög frá Alþingi.
  10. Frumvarp til laga um breytingu á tollalögum o.fl. Samþykkt sem lög frá Alþingi.
  11. Frumvarp til lokafjárlaga fyrir árið 2012. Ekki síðar en 31.1.2014.
  12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 86/2011, um verslun með áfengi og tóbak. Er til meðferðar í efnahags- og viðskiptanefnd.
  13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt (skattívilnanir vegna hlutabréfakaupa). Ekki síðar en 31.3.2014.
  14. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, og lögum nr. 97/1987, um vörugjald. Ekki síðar en 31.3.2014.
  15. Frumvarp til laga um opinber fjármál. Ekki síðar en 28.2.2014.
  16. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 1/1997, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Ekki síðar en 31.3.2014.
  17. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 47/2006, um kjararáð, og fleiri lögum. Vor.
  18. Frumvarp til laga um Fjármálastöðugleikaráð. Ekki síðar en 31.3.2014.
  19. Frumvarp til laga um skipan opinberra framkvæmda og fasteignir ríkisins. Ekki síðar en 31.3.2014.
  20. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 84/2007, um opinber innkaup. Bíður 1. umræðu.
  21. Frumvarp til laga um ríkisaðstoð. Ekki síðar en 31.3.2014.
  22. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Ekki síðar en 31.3.2014.
  23. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu. Ekki síðar en 31.3.2014.
  24. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 56/2010, um vátryggingastarfsemi, og lögum nr. 32/2005, um miðlun vátrygginga. Er til meðferðar í efnahags- og viðskiptanefnd.
  25. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 30/2004, um vátryggingarsamninga. Ekki síðar en 31.3.2014.
  26. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki (útibú). Ekki síðar en 31.3.2014.
  27. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki (skilameðferð o.fl.). Ekki síðar en 28.2.2014.
  28. Frumvarp til laga um náttúruhamfaratryggingar og brunatryggingar. Ekki síðar en 31.3.2014.
  29. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 120/2011, um greiðsluþjónustu, og lögum nr. 146/2004, um greiðslur yfir landamæri í evrum. Bíður 1. umræðu.
  30. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti. Er til meðferðar í efnahags- og viðskiptanefnd.
  31. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, og lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (séreignarsparnaður). Vor.
  32. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 155/1998, um Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda. Ekki síðar en 28.2.2014.
  33. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt. Ekki síðar en 31.3.2014.
  34. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands. Ekki síðar en 31.3.2014.
  35. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki (CRDIV/CRR). Ekki síðar en 28.2.2014.
  36. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 88/2009, um Bankasýslu ríkisins, og lögum nr. 155/2012, um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Ekki síðar en 31.3.2014.
  37. Frumvarp til laga um heimild til stofnunar einkahlutafélaga v/hjúkrunarheimila. Ekki síðar en 31.1.2014.
  38. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. Ekki síðar en 31.1.2014.
  39. Frumvarp til laga um sérstakan tekjuskatt á þá útgerðaraðila sem fá úthlutað aflamarki, öðrum aflaheimildum eða landa afla. Vor.
  40. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál. Ekki síðar en 31.3.2014.

Heilbrigðisráðherra:
  1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 44/2002, um geislavarnir (öryggisstaðlar, eftirlit). Samþykkt sem lög frá Alþingi.
  2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 55/2009, um sjúkraskrár (aðgangur að sjúkraskrá). Bíður 3. umræðu.
  3. Frumvarp til laga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði (heildarlög). Til meðferðar í velferðarnefnd.
  4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 110/2000, um lífsýnasöfn (söfn heilbrigðisupplýsinga). Til meðferðar í velferðarnefnd.
  5. Frumvarp til laga um breytingu á lyfjalögum, nr. 93/1994 (samhliða innflutningur). Bíður 1. umræðu.
  6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007 (gæði og öryggi við líffæragjafir). Innleiðing. Bíður 1. umræðu.
  7. Tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisáætlun til ársins 2020. Ekki síðar en 20.2.2014.
  8. Frumvarp til laga um breytingu á lyfjalögum, nr. 93/1994 (vöktun á öruggri notkun lyfja á markaði). Innleiðing. Ekki síðar en 31.3.2014.
  9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 34/2012, um heilbrigðisstarfsmenn (hámarksaldur o.fl.). Ekki síðar en 31.3.2014.
  10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 6/2002, um tóbaksvarnir, og lögum nr. 86/2011, um verslun með áfengi og tóbak (reyklaust tóbak o.fl.). Ekki síðar en 31.3.2014.
  11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 112/2008, um sjúkratryggingar (tilskipun 2011/24 um heilbrigðisþjónustu yfir landamæri). Innleiðing. Ekki síðar en 31.3.2014.
  12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 112/2008, um sjúkratryggingar (samræmt niðurgreiðslu- og afsláttarkerfi). Ekki síðar en 31.3.2014.
  13. Frumvarp til laga um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Ekki síðar en 31.3.2014.

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra:
  1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 42/1903, um verslanaskrár o.fl. Samþykkt sem lög frá Alþingi.
  2. Frumvarp til laga um Orkuveitu Reykjavíkur. Samþykkt sem lög frá Alþingi.
  3. Frumvarp til laga um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Ekki síðar en 28.2.2014.
  4. Frumvarp til laga um ríkisolíufélag. Í lok vorþings.
  5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Orkustofnun, nr. 87/2003, og lögum um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, nr. 13/2001 (niðurlagning orkuráðs). Til meðferðar í atvinnuveganefnd.
  6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 42/2009, um visthönnun vöru sem notar orku (innleiðing tilskipunar og viðurlagaákvæði). Til meðferðar í atvinnuveganefnd.
  7. Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003. Ekki síðar en 28.2.2014.
  8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 30/2008, um upprunaábyrgð raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum o.fl. Ekki síðar en 31.3.2014.
  9. Frumvarp til laga um breytingu á iðnaðarlögum, nr. 42/1978. Ekki síðar en 31.3.2014.
  10. Frumvarp um breytingu á lögum nr. 72/1994, um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi orkunotkun heimilistækja o.fl. Ekki síðar en 31.3.2014.
  11. Frumvarp til laga um hitaveitur. Lagt fram til kynningar í lok vorþings.
  12. Frumvarp um breytingu á lögum nr. 98/2004, um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku. Er til meðferðar í atvinnuveganefnd.
  13. Tillaga til þingsályktunar um nýsköpunar- og atvinnustefnu. Ekki síðar en 28.2.2014.
  14. Frumvarp til laga um sölu fasteigna og skipa. Bíður 1. umræðu.
  15. Frumvarp til laga um innleiðingu á tilskipun um greiðsludrátt í verslunarviðskiptum. Ekki síðar en 28.2.2014.
  16. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 79/2008, um endurskoðendur. Ekki síðar en 28.2.2014.
  17. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 64/2000, um bílaleigur. Ekki síðar en 28.2.2014.
  18. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög og lögum um ársreikninga. Ekki síðar en 28.2.2014.
  19. Frumvarp til laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Ekki síðar en 31.3.2014.
  20. Frumvarp til laga um gjaldtöku í ferðaþjónustu. Ekki síðar en 31.3.2014.
  21. Frumvörp til laga um heimild til samninga um ákveðin fjárfestingarverkefni. Líklegt að lögð verði fram 3 til 4 frumvörp.
  22. Skýrsla ráðgjafarhóps um raforkustreng til Evrópu. Var lögð fram 8.10.2013.
  23. Skýrsla nefndar um raflínur í jörð. Var lögð fram 8.10.2013.

Innanríkisráðherra:
  1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 62/2005, um Neytendastofu og talsmann neytenda. Samþykkt sem lög frá Alþingi.
  2. Frumvarp til laga um gerð samninga um hlutdeild í afnotarétti orlofshúsnæðis. Samþykkt sem lög frá Alþingi.
  3. Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna flutnings verkefna frá innanríkisráðuneytinu til sýslumannsembætta, annarra embætta og stofnana. Samþykkt sem lög frá Alþingi.
  4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 88/2008, um meðferð sakamála. Samþykkt sem lög frá Alþingi.
  5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 15/1998, um dómstóla. Samþykkt sem lög frá Alþingi.
  6. Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 90/1991, um nauðungarsölu (frestun nauðungarsölu). Samþykkt sem lög frá Alþingi.
  7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 25/1991, um skaðsemisábyrgð. Bíður 3. umræðu.
  8. Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011. Bíður 2. umræðu.
  9. Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 (kynáttunarvandi, viðbótarbókun við samning Evrópuráðsins um tölvubrot). Bíður 2. umræðu.
  10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 50/2004, um siglingavernd, og lögum nr. 60/1998, um loftferðir. Framsaga 16.1.2014.
  11. Frumvarp til laga um breytingu á lögreglulögum, nr. 90/1996. Framsaga 16.1.2014.
  12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 96/2002, um útlendinga. Framsaga 16.1.2014.
  13. Frumvarp til laga um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði. Framsaga 16.1.2014.
  14. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 61/2003, um hafnir. Framsaga 16.1.2014.
  15. Frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum. Ekki síðar en 31.1.2014.
  16. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga. Verður líklega frestað til hausts.
  17. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 78/1997, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar (úrskurðar- og áfrýjunarnefnd felldar niður, breytt fjárstjórnarvald og starfsgengisskilyrði presta einfölduð). Ekki síðar en 28.2.2014.
  18. Frumvarp til breytinga á lögum um happdrætti, nr. 38/2005, o.fl. Ekki síðar en 28.2.2014.
  19. Frumvarp til laga um Rauða kross Íslands. Ekki síðar en 31.3.2014.
  20. Frumvarp til breytinga á dómstóla- og réttarfarslögum vegna millidómstigs. Ekki síðar en 31.3.2014.
  21. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008. Ekki síðar en 31.3.2014.
  22. Frumvarp til breytinga á lögum um fjárhagslegar tryggingarráðstafanir, nr. 46/2005. Ekki síðar en 28.2.2014.
  23. Frumvarp til laga um fullnustu refsinga. Ekki síðar en 31.3.2014.
  24. Frumvarp til laga um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar (norræn og evrópsk handtökuskipun). Ekki síðar en 31.3.2014.
  25. Frumvarp til breytinga á lögum nr. 73/2001, um fólksflutninga og farmflutninga á landi. Ekki síðar en 31.3.2014.
  26. Frumvarp til laga um fólksflutninga á landi í atvinnuskyni. Ekki síðar en 31.3.2014.
  27. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 141/2001, um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda (EES-reglur). Ekki síðar en 28.2.2014.
  28. Frumvarp til laga um breytingu á vegalögum, nr. 80/2007. Ekki síðar en 31.3.2014.
  29. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu, nr. 134/1995. Ekki síðar en 30.4.2014.

Mennta- og menningarmálaráðherra:
  1. Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna samkomulags ríkis og sveitarfélaga um tímabundna breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna framlengingar samkomulags um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms (verkefnatilfærsla frá ríki til sveitarfélaga vegna fjármögnunar fjárstuðnings við tónlistarnám). Ekki síðar en 31.3.2014.
  2. Frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum, nr. 73/1972 (lenging verndartíma hljóðrita). Ekki síðar en 7.2.2014.
  3. Frumvarp til laga um opinber skjalasöfn (ný heildarlög). Framsaga 21.1.2014.
  4. Frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum, nr. 73/1972 (2. og 3. áfangi í endurskoðun höfundalaga). Ekki síðar en 28.2.2014.
  5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 (einkareknir grunnskólar, kæruleiðir og valdmörk stjórnvalda). Ekki síðar en 28.2.2014.
  6. Frumvarp til laga um tónlistarskóla (ný heildarlög). Ekki síðar en 14.2.2014.
  7. Frumvarp til laga um breytingu á framhaldsskólalögum (gjaldtaka fyrir rafræn námsgögn o.fl.). Ekki síðar en 7.2.2014.
  8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda, nr. 87/2008 (endurskoðun laga). Ekki síðar en 31.3.2014.
  9. Frumvarp til laga um örnefni (ný heildarlög). Ekki síðar en 7.2.2014.
  10. Frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum, nr. 73/1972 (höfundaréttargjald á stafræna geymslumiðla). Ekki síðar en 28.2.2014.
  11. Skýrsla um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum skólaárin 2007–2008, 2008–2009 og 2009–2010. Var lögð fram 14.11.2013

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:
  1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um matvæli, nr. 93/1995. Samþykkt sem lög frá Alþingi.
  2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 103/1994, um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara. Samþykkt sem lög frá Alþingi.
  3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 160/2011, um svæðisbundna flutningsjöfnun. Samþykkt sem lög frá Alþingi.
  4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 43/1998, um stofnun hlutafélags um síldarútvegsnefnd o.fl. Samþykkt sem lög frá Alþingi.
  5. Frumvarp um stjórn fiskveiða (hlutdeildarsetning úthafsrækju og rækju á miðunum við Snæfellsnes). Vísað til atvinnuveganefndar eftir 1. umræðu.
  6. Frumvarp um stjórn fiskveiða (aflamarkskerfi). Ekki síðar en 31.3.2014.
  7. Frumvarp um veiðigjöld. Ekki síðar en 31.3.2014.
  8. Frumvarp um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar (vigtun o.fl.). Ekki síðar en 30.4.2014.
  9. Frumvarp um uppboðsmarkaði sjávarafla. Ekki síðar en 30.4.2014.
  10. Frumvarp um heildarendurskoðun á lögum nr. 71/2008, um fiskeldi. Ekki síðar en 31.1.2014.
  11. Frumvarp um breytingu á lögum nr. 61/2006, um lax- og silungsveiði (deildaskipting veiðifélaga). Ekki síðar en 30.4.2014.
  12. Frumvarp um breytingu á lögum nr. 90/2011, um skeldýrarækt. Ekki síðar en 30.4.2014.
  13. Frumvarp um breytingu á lögum nr. 61/2006, um lax- og silungsveiði (ábyrgð félagsmanna í veiðifélögum). Vísað til atvinnuveganefndar eftir 1. umræðu.
  14. Frumvarp um breytingu á lögum nr. 44/2013, um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins (tímabundin framlenging greiðslumiðlunar). Verður ekki lagt fram.
  15. Frumvarp um breytingu á lögum nr. 22/1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands. Ekki síðar en 28.2.2014.
  16. Frumvarp um breytingu á lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994. Er til meðferðar í atvinnuveganefnd.
  17. Frumvarp um breytingu á jarðalögum, nr. 81/2004. Ekki síðar en 30.4.2014.
  18. Frumvarp um breytingu á tollalögum, nr. 88/2005 (úthlutun tollkvóta). Bíður 3. umræðu.
  19. Frumvarp um vernd heita afurða sem vísa til uppruna, landsvæðis og hefðbundinnar sérstöðu. Ekki síðar en 28.2.2014.
  20. Frumvarp um breytingu á lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim (viðaukar og reglugerðarheimild). Bíður 3. umræðu.
  21. Frumvarp um breytingu á lögum nr. 96/1997, um slátrun og sláturafurðir (heimaslátrun). Ekki síðar en 31.3.2014.
  22. Frumvarp um breytingu á lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, sölu og verðlagningu á búvörum (eftirlit með gæðastýringu). Ekki síðar en 31.3.2014.
  23. Tillaga til þingsályktunar um byggðaáætlun 2014–2017 skv. lögum nr. 106/1999, um Byggðastofnun. Bíður fyrri umræðu.

Umhverfis- og auðlindaráðherra:
  1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir (færanleg starfsemi og EB-gerðir: umhverfismerki, loftgæði og efri losunarmörk). Samþykkt sem lög frá Alþingi.
  2. Frumvarp til laga um brottfall laga nr. 60/2013, um náttúruvernd. Er til meðferðar í umhverfis- og samgöngunefnd.
  3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs (verndun umhverfis og heilsu, EES-reglur). Er til meðferðar í umhverfis- og samgöngunefnd.
  4. Frumvarp til laga um byggingarvörur. Bíður 2. umræðu.
  5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 70/2012, um loftslagsmál (fjárhæð losunargjalds). Er til meðferðar í umhverfis- og samgöngunefnd eftir 2. umræðu.
  6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum. Ekki síðar en 28.2.2014.
  7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 33/2004, um varnir gegn mengun hafs og stranda (móttökuaðstaða í höfnum og refsiákvæði). Ekki síðar en 14.2.2014.
  8. Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010. Ekki síðar en 28.2.2014.
  9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 18/1996, um erfðabreyttar lífverur. Ekki síðar en 28.2.2014.
  10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 70/2012, um loftslagsmál (EES-mál, skráningarkerfi ETS). Ekki síðar en 28.2.2014.
  11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 103/2006, um landmælingar og grunnkortagerð. Ekki síðar en 28.2.2014.
  12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 61/1992, um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi. Ekki síðar en 28.2.2014.
  13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 60/2007, um Vatnajökulsþjóðgarð. Ekki síðar en 28.2.2014.
  14. Frumvarp til laga um framkvæmdaáætlun um uppbyggingu ferðamannastaða. Ekki síðar en 28.2.2014.
  15. Tillaga til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun. Ekki síðar en 28.2.2014.
  16. Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Ekki síðar en 31.3.2014.

Utanríkisráðherra:
  1. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkisstjórnar Íslands og ríkisstjórnar Alþýðulýðveldisins Kína. Bíður síðari umræðu.
  2. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Lýðveldisins Kólumbíu og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Lýðveldisins Kólumbíu. Ekki síðar en 28.2.2014.
  3. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Bosníu og Hersegóvínu og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Bosníu og Hersegóvínu. Ekki síðar en 28.2.2014.
  4. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Mið-Ameríkuríkja. Ekki síðar en 28.2.2014.
  5. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 94/2013 um breytingu á XVII. viðauka (Hugverkaréttindi) við EES-samninginn. Samþykkt á Alþingi.
  6. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 129/2013 um breytingu á XVI. viðauka (Opinber innkaup) við EES-samninginn. Samþykkt á Alþingi.
  7. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 45/2013 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn. Samþykkt á Alþingi.
  8. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 75/2013 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir, vottun) við EES-samninginn. Vor.
  9. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 113/2013 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir, vottun) við EES-samninginn. Bíður fyrri umræðu.
  10. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 86/2013 um breytingu á XII. viðauka (Frjálsir fjármagnsflutningar) við EES-samninginn. Bíður síðari umræðu.
  11. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 181/2012 um breytingu á XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn. Samþykkt á Alþingi.
  12. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 114/2013 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir, vottun) við EES-samninginn. Verður ekki lögð fram.
  13. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu viðbótarbókunar við tölvubrotasamning Evrópuráðsins. Bíður fyrri umræðu.
  14. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 158/2013 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir, vottun) við EES-samninginn. Vor.
  15. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 164/2013 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir, vottun) við EES-samninginn.  Vor.
  16. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 173/2013 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn. Vor.
  17. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 226/2013 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir, vottun) við EES-samninginn. Vor.
  18. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna samnings um þátttöku Lýðveldisins Króatíu á Evrópska efnahagssvæðinu. Janúar/febrúar.
  19. Tillaga til þingsályktunar um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2015–2018. Vor.
  20. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2014. Mars.
  21. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2014. Mars.