131. löggjafarþing — 2. fundur,  4. okt. 2004.

Stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana.

[19:51]

Forseti (Halldór Blöndal):

Nú hefjast umræður um stefnuræðu forsætisráðherra.

Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir. Forsætisráðherra hefur 20 mínútur til framsögu en aðrir þingflokkar en þingflokkur forsætisráðherra hafa 12 mínútur í fyrstu umferð, í annarri umferð hafa þingflokkarnir 6 mínútur en í þeirri þriðju 5 mínútur hver þingflokkur. Röð flokkanna er í öllum umferðum þessi:

Framsóknarflokkur, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri hreyfingin – grænt framboð og Frjálslyndi flokkurinn.

Fyrir Framsóknarflokk tala Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í fyrstu umferð, í annarri Jónína Bjartmarz, 6. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, og í þriðju umferð Magnús Stefánsson, 3. þm. Norðvesturkjördæmis.

Ræðumenn Samfylkingarinnar verða í fyrstu umferð Össur Skarphéðinsson, 1. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, Jóhanna Sigurðardóttir, 2. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri og Björgvin G. Sigurðsson, 7. þm. Suðurkjördæmis, í þriðju umferð.

Ræðumenn verða fyrir Sjálfstæðisflokk: Davíð Oddsson utanríkisráðherra í fyrstu umferð, Sigríður A. Þórðardóttir umhverfisráðherra í annarri umferð og Birgir Ármannsson, 11. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í þriðju umferð.

Ræðumenn fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð verða Steingrímur J. Sigfússon, 5. þm. Norðausturkjördæmis, í fyrstu umferð, í annarri Kolbrún Halldórsdóttir, 8. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður og í þriðju umferð Jón Bjarnason, 8. þm. Norðvesturkjördæmis.

Fyrir Frjálslynda flokkinn tala í fyrstu umferð Guðjón A. Kristjánsson, 5. þm. Norðvesturkjördæmis og Sigurjón Þórðarson, 10. þm. Norðvesturkjördæmis, í annarri umferð Gunnar Örlygsson, 10. þm. Suðvesturkjördæmis, en í þriðju umferð Magnús Þór Hafsteinsson, 9. þm. Suðurkjördæmis.