131. löggjafarþing — 3. fundur,  5. okt. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[12:26]

Magnús Stefánsson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Varðandi málefni öryrkja var á síðasta ári eins og við vitum ákveðinn einn milljarður til þess að bæta hag þeirra sem verða öryrkjar á unga aldri. Miðað við fjáraukalagafrumvarpið sem nú liggur fyrir sýnist mér að þessi fjárhæð verði töluvert hærri. Á síðasta ári var rætt um það að sá milljarður sem þarna er um að ræða sé til þess að uppfylla þetta samkomulag. Ekkert annað kemur fram í frumvarpinu. Ég vísa því bara til þess og tel þannig að búið sé að uppfylla þetta samkomulag. Við munum síðan örugglega ræða það í fjárlaganefndinni og ég geri ráð fyrir að ég og hv. þingmaður munum ásamt fleirum fara nánar yfir málið. Þetta er svar mitt og ég tel að málið standi svona.