131. löggjafarþing — 3. fundur,  5. okt. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[15:40]

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er miður að hv. þm. sé ekki betur að sér í hlutfallareikningi að geta ekki reiknað út hvað 3% af tekjum er, en skattalækkunin fyrir hátekjumennina er einmitt 3%. Hafi menn til að mynda 600 þús. kr. í mánaðarlaun eru það 18 þús. kr., ekki á ári heldur í mánuði hverjum eða tólf sinnum meira í hlut þeirra en láglaunamannsins. Um það, virðulegur forseti, verður ekki annað sagt þegar hv. þm. Bjarni Benediktsson geipir hér af örlæti sínu til láglaunafólks að vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti.