131. löggjafarþing — 3. fundur,  5. okt. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[16:39]

heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (F) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil nú bara halda því til haga að ég hef verið við þessa umræðu síðan klukkan hálftíu í morgun og ekkert farið úr húsi. Ég hef ekki tekið til máls enn þá. Ég hafði hugsað mér að taka til máls þegar liði á umræðuna bregðast þá við því sem til mín er beint. Ég vil bara að það komi fram.