131. löggjafarþing — 5. fundur,  7. okt. 2004.

Fjáraukalög 2004.

76. mál
[15:18]

fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég treysti mér ekki til að þykjast hafa meira vit á þessum málum en hv. þingmaður og viðurkenni fúslega að ég þekki ekki þessa hluti í smáatriðum. Ég vona bara að hægt verði að upplýsa þetta mál í fjárlaganefndinni og að Hafrannsóknastofnun geri grein fyrir því hvers vegna hún vill fara þessa leið í stað þess að halda áfram að reka Dröfnina. Það mál er fyrst og fremst faglegs eðlis og um það efni hefur hv. þm. mikla yfirburði fram yfir þann sem hér stendur.