131. löggjafarþing — 5. fundur,  7. okt. 2004.

Málefni aldraðra.

85. mál
[15:24]

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Á sumum heimilum tíðkast að hafa bauka fyrir þessi og hin útgjöldin. Það er baukur vegna sumarleyfa og svo er baukur fyrir bíóferðum og slíku. Ég held að það sé ástæðulaust fyrir ríkissjóð að hafa svona bauka, gula peninga og bláa eða græna peninga og bláa í starfsemi sinni, heldur eigi menn að geta haldið utan um peningastreymið í bókhaldinu. Menn eiga bara að geta munað að þetta stór hluti af persónuafslættinum á að renna í þennan sjóðinn eða hinn. Síðan getur fjárveitingavaldið, sem er Alþingi, séð um að það gerist í staðinn fyrir að vera að flækja allt lagasafnið og skattkerfið og innheimta þessi gjöldin og hin gjöldin af skattgreiðendum sér.