131. löggjafarþing — 7. fundur,  12. okt. 2004.

Virðisaukaskattur.

6. mál
[16:56]

Halldór Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Eins og hv. þm. er kunnugt er nú verið að vinna að því að útfæra stefnu ríkisstjórnarinnar í skattamálum og auðvitað bíð ég þeirrar niðurstöðu.

Það kom mér ekki á óvart að Alþýðuflokkurinn eða Samfylkingin skyldi taka upp stefnu Sjálfstæðisflokksins í skattamálum og mætti hún raunar gera það oftar. En á hinn bóginn er nauðsynlegt að tímasetja skattalækkanir og fara með festu og gát. Verið er að vinna að útfærslunni og við skulum bíða rólegir eftir því að það komi fram.