131. löggjafarþing — 8. fundur,  13. okt. 2004.

Sameining Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins.

103. mál
[14:26]

Þuríður Backman (Vg):

Frú forseti. Ég vil þakka fyrir þessa fyrirspurn um hugsanlega sameiningu Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins en ég tel að báðar stofnanirnar séu vel reknar, farsælar stofnanir og mikil gróska hjá báðum og verkefnin hafa sífellt verið að aukast. Ég tel einnig að verkefnin skarist og það sé hugsanlegt að sjá hagræðingu í sameingu þessara stofnana en ég tek vara við því að farið verði það verk núna. Það er nýbúið að stofna landbúnaðarháskóla, hann á eftir að móta sér stefnu, og miðað við það að þessar stofnanir eru í hvor í sínum landshlutanum og eins að það er alltaf tilhneiging til að koma allri starfsemi undir einn hatt á sama stað, þá vara ég við því að farið verði of hratt í að skoða sameiningu þessara tveggja stofnana.