131. löggjafarþing — 8. fundur,  13. okt. 2004.

Sameining Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins.

103. mál
[14:27]

Margrét Frímannsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir að taka þetta mál upp og minna á að fyrir nokkrum árum var birt heilmikið skýrsla Ríkisendurskoðunar um þessar tvær stofnanir þar sem m.a. var lagt til að þær yrðu sameinaðar í hagræðingarskyni. Þáverandi landbúnaðarráðherra tók vel í þær tillögur að það þyrfti að skoða málið, það eru nú liðin nokkur ár síðan. Ég tel að þetta verkefni sé nauðsynlegt því að þó að þessar stofnanir séu öflugar og vel reknar í dag er það samt svo að verkefnin skarast, samvinnan er náin, en það þarf líka ákveðna uppstokkun á verkefnum stofnananna og ég held að það gefist tækifæri til þess við sameiningu þeirra.