131. löggjafarþing — 9. fundur,  14. okt. 2004.

Tilkynning um dagskrá.

[10:31]

Forseti (Halldór Blöndal):

Rétt er að láta þess getið að atkvæðagreiðslur verða að loknu hádegishléi, um kl. 13.30, áður en umræða utan dagskrár fer fram.

Klukkan 13.30 í dag, að loknu hádegishléi, fer fram umræða utan dagskrár um stöðu geðsjúkra og þjónustu við þá. Málshefjandi er hv. þm. Ásta R. Jóhannesdóttir en hæstv. heilbrigðisráðherra, Jón Kristjánsson, verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.