131. löggjafarþing — 9. fundur,  14. okt. 2004.

Tekjuskattur og eignarskattur.

7. mál
[11:01]

Flm. (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þm. og formanni Samfylkingarinnar fyrir hve vel hann tekur í þær meginhugmyndir sem við kynnum hér til breytinga á skattalögum.

Það er alveg rétt sem hann segir um það meginatriði að sú röksemd sem iðulega hefur verið teflt fram gegn hækkun á fjármagnstekjuskatti um að hætt sé við því að fjármagnið fari annað, hún stenst ekki.